fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fókus

Nýjasta skilnaðardramað í Hollywood harðnar – Frétti af fyrirhuguðum skilnaði í gegnum slúðurmiðla og stefnir söngvaranum

Fókus
Föstudaginn 22. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-hjónin Joe Jonas og Sophie Turner eru að skilja eftir um fjögurra ára hjónaband. Þessi tíðindi komu sem þruma úr heiðskírru lofti enda höfðu þau aðeins fáeinum vikum fyrr sést láta vel að hvoru öðru. Samkvæmt gögnum sem leikkonan hefur lagt fram fyrir dómi mun málið eiga rætur að rekja til rifrildis sem hjónin áttu á afmælisdegi söngvarans um miðjan ágúst.

Joe Jonas er helst þekktur fyrir tónlistarferil sem hann hóf með bræðrum sínum í hljómsveitinni The Jonas Brothers. Sophie sló í gegn í þáttaröðinni Game of Thrones. Þau giftu sig með pompi og prakt fyrir fjórum árum og skömmu síðar bættist frumburðurinn, dóttirin Willa sem fæddist árið 2020, og tveimur árum síðan fæddist þeim önnur dóttir sem kallast DMJ, en fullt nafn hennar hefur ekki verið opinberað.

Það var svo þann 5. september sem þær fréttir bárust að söngvarinn hefði sótt um skilnað. Samkvæmt stefnu sem Sophie hefur lagt fram gegn söngvaranum, komu fréttirnar flatt upp á hana, en hún las um skilnaðinn líkt og aðrir á síðum slúðurmiðla, fimm dögum eftir að Joe lagði fram skilnaðarbeiðni sína. Í kjölfarið birtust svo fréttir þar sem ófögrum orðum var farið um foreldrahæfni Sophie. Var hún máluð upp sem ungt, hömlulaust samkvæmisljón sem vildi fremur skemmta sér en að sjá um dætur sínar.

Vill vegabréfin

Töldu margir líklegt að þessum fréttum hefði söngvarinn vísvitandi gaukað að fjölmiðlum til að styrkja stöðu sína í væntanlegu skilnaðar- og forsjármáli. Minna heyrðist úr herbúðum Sophie þar til í þessari viku þegar hún stefndi Joe fyrir dóm og krafðist þess að fá dætur sínar og vegabréf þeirra afhent. Sophie er sem stendur að vinna við sjónvarpsþætti sem eru teknir upp í Bretlandi, en samkvæmt stefnu hennar í áðurnefndu máli höfðu þau hjónin ákveðið um áramótin að flytjast búferlum til Bretlands og ala dætur sínar þar upp. Þar sem Joe var á leiðinni í tónleikaferðalag í sumar, og Sophie upptekin við sjónvarpsþættina hafi þau ákveðið að dæturnar myndu fyrst fylgja föður sínum á ferðalaginu og svo um miðjan september fara með móður sinni til Bretlands. Þetta samkomulag gerðu hjónin áður en skilnaður kom til umræðu.

Segir í stefnunni að þann 12. ágúst hafi Sophie meira að segja flogið aftur til Bandaríkjanna til að geta sýnt manni sínum stuðning. Hún hafi mætt á tónleika og verið hans helsta klappstýra og þau svo látið vel hvort að öðru baksviðs. Nokkrum dögum síðar hafi Joe fagnað 34 ára afmæli sínu en þá hafi þeim orðið sundurorða. Tveimur vikum síðar hafi Joe sótt um skilnað án þess að einu sinni ræða þann möguleika við konu sína. Þann 20. september hafi hann átt að afhenda Sophie dætur þeirra svo mæðgurnar gætu farið til Bretlands í samræmi við samkomulag þeirra. Joe hafi þó hvorki afhent stelpurnar né vegabréf þeirra og því hafi Sophie neyðst til að stefna honum.

Talsmaður Joe hefur brugðist við stefnunni með yfirlýsingu þar sem segir að Sophie hafi gengið of langt með stefnu sinni, en þar saki hún mann sinn um að hafa numið dætur þeirra á brott, eða með öðrum orðum barnsrán. Þetta sé rangt. Joe hafi farið fram á skilnað í Flórída-ríki og þar verði mál þeirra rekið. Sophie sé klárlega að reyna að freista þess sjálf að nema stelpurnar á brott til Bretlands og sitja svo þar sem fastast og koma því þannig til leiða að skilnaður þeirra verði rekinn fyrir breskum dómstólum, en þar sé Sophie, sem er bresk, í sterkari stöðu. Hér sé raunin að hjónaband hafi siglt í stand sem sé vissulega sorglegt, en engum börnum hafi verið rænt, heldur sé söngvarinn aðeins að tryggja sanngjarna málsmeðferð. Sjálfur vonist Joe eftir sameiginlegri forsjá og að dæturnar fái að alast upp hjá báðum foreldrum og sé alveg inn í þeirri mynd að þær verji tíma sínum í Bretlandi jafnt sem Bandaríkjunum.

Óskar söngvarinn eftir því að leikkonan dragi stefnu sína til baka og að þau leysi málið sín á milli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kidda var loks send í myndatöku þegar hún vaknaði í blóðpolli – „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að“

Kidda var loks send í myndatöku þegar hún vaknaði í blóðpolli – „Viljið þið hjálpa mér? Það er eitthvað að“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“

Helga dásamaði ísraelska lagið en fékk bágt fyrir – „Megi friður takast í heiminum AMEN“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið

Nektin allsráðandi á Met Gala – Lítið skilið eftir fyrir ímyndunaraflið
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“

Áhorfendur bauluðu á Kim Kardashian – „Vó, vó, vó!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín eignaðist fyrsta barnið sitt 16 ára – Hélt ótrauð áfram og er í dag aðjúnkt við Háskóla Íslands

Katrín eignaðist fyrsta barnið sitt 16 ára – Hélt ótrauð áfram og er í dag aðjúnkt við Háskóla Íslands