TMZ greinir frá því að Joe Jonas er kominn með skilnaðarlögfræðing. Page Six staðfestir tíðindin og segir heimildarmaður miðilsins: „Joe er að skoða hvað sé best fyrir hann og framtíð hans.“
Joe Jonas er 34 ára tónlistarmaður, þekktastur fyrir að vera einn af þremur bræðrum í vinsælu strákasveitinni Jonas Brothers.
Sophie Turner er 27 ára leikkona og sló í gegn sem Sansa Stark í Game of Thrones þáttunum.
Samkvæmt erlendum miðlum hafa hjónin glímt við mikla erfiðleika undanfarna sex mánuði. Sophie var síðast á tónleikum hjá Jonas Brothers fyrir mánuði síðan en hefur ekki mætt síðan þá. Það hefur einnig vakið athygli að Joe hefur ekki gengið um með giftingahringinn síðastliðnar vikur.
Stjörnurnar trúlofuðust árið 2017, giftust 2019 og eiga tvö börn saman, fædd 2020 og 2022.
Það er óhætt að segja að netheimar standi í ljósum logum vegna tíðindanna. Hjónin hafa verið uppáhald netverja um gott skeið, slegið í gegn saman í myndböndum á TikTok og eiga fjölmarga aðdáendur.