fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Rússneskur ofurhugi freistaði þess að stökkva milli bygginga á Lödu – Það fór ekki samkvæmt áætlun

Fókus
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 07:42

Hinn fífldjarfi eldhugi var heppinn að lifa af

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski eldhuginn Evgeny Chebotarev má teljast heppinn að vera á lífi eftir að fífldjarft áhættuatriði hans fór illilega úrskeiðis. Chebotarev freistaði þess að stökkva á bíl milli húsþaka á tveimur yfirgefnum byggingum en til þess notaði hann þó ekki kraftmikinn sportíl, eins og til dæmis Tom Cruise myndi gera, heldur Lödu Niva.

Athæfi Chebotarev var tekið upp á myndband, og tilgangurinn væntanlega að vekja athygli á samfélagsmiðlunum, en það má með sanni segja að aðstoðarmenn ofurhugans hafi fyllst skelfingu þegar stökkið var aðeins of stutt og framrúða rússneska jepplingsins skall á húsinu og þaðan féll bíllinn jarðar, örugglega um tíu metra.

Flestir töldu Chebotarev eflaust af eða þá að hann hefði orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Það reyndist þó öðru nær. Ofurhuginn skreið sjálfur út úr bifreiðinni eftir óhappið og hermt er að hann hafi aðeins orðið fyrir minniháttar meiðslum.

 

Stökkið heppnaðist ekki eins og ofurhuginn ætlaði

 

Hér má sjá myndband af stökkinu misheppnaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?