Aaron Korsh, höfundur vinsælu Suits-þáttanna, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skipt sér af gerð þáttanna og komið í veg fyrir að Meghan Markle myndi segja ákveðið orð.
Meghan og Harry byrjuðu saman í lok árs 2016. Meghan hélt áfram að leika í eitt og hálft ár, síðasti þátturinn sem hún kom fram í fór í loftið í apríl 2018.
Það leið því ágætis tími þar sem Meghan var að leika í þáttunum og í sambandi með prinsinum.
Korsh sagði í viðtali við The Hollywood Reporter að konungsfjölskyldan hafi ekki skipt sér mikið af þáttunum en það var eitt orð sem hún vildi ekki að Meghan myndi segja, „poppycock.“
Meghan átti að nota orðið í þætti þar sem persóna hennar, Rachel, var að rífast við kærasta sinn og Korsh vildi nota breskt slangur, til heiðurs breska tengdaforeldra sinna.
En hann fékk fyrirmæli um að nota ekki orðið.
„Konungsfjölskyldan vildi ekki að hún myndi segja þetta orð,“ sagði hann.
Hann sagðist telja hugsanlega ástæðu hafa verið svo fólk gæti ekki klippt þáttinn til og verið með stutt myndbandsbrot þar sem hún segir „cock“.