Fyrrverandi fegurðardrottningin, áhrifavaldurinn og athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson eru byrjuð saman aftur.
Þau hættu saman í lok júní síðastliðinn eftir þriggja ára samband.
Parið kom netverjum á óvart um helgina þegar það birti myndir af sér saman á samfélagsmiðlum um helgina að fagna afmæli Manuelu og tilkynntu þar með að ástin hafi kviknað á ný. Vísir greinir frá.
Manuela er framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Miss Universe Iceland/Ungfrú Ísland. Hún rekur einnig heilsulindina Even Labs.