Maðurinn er 46 ára og fráskilinn. Hann skrifar bréf til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre. Hann viðurkennir að hann hefur alltaf verið mikill kvennabósi og fannst því ekkert til fyrirstöðu að eiga í sambandi við tvær samstarfskonur á sama tíma, en nú er hann kominn í klandur og veit ekki hvað hann á að gera.
„Ég reyndi að halda þeim aðskildum til að tvöfalda fjörið, en planið mitt mistókst skelfilega og nú vilja þær endalaust stunda kynlíf með mér. Þetta er svo krefjandi,“ segir hann.
Hann vinnur sem lögreglumaður og kynntist fyrri konunni fyrir ári síðan. „Hún er skilin að borði og sæng og vinnur á sömu lögreglustöð og ég. Hún er 41 árs og aðlaðandi og við skemmtum okkur vel saman.“
Hin konan er 44 og hóf störf sem rannsóknarlögreglumaður á stöðinni fyrir stuttu.
„Hún er gift og fyrir algjörri tilviljun er hún með sama fornafn og hin,“ segir hann.
Þau hófu ástarsamband eftir að hafa unnið að máli saman. „Við hittumst við hvert tækifæri þegar hún komst frá eiginmanni sínum,“ segir hann.
„Sú sem ég átti í sambandi við áður sendi mér skilaboð og spurði hvort ég væri til í að hittast í drykk seinna um kvöldið. Ég hélt að það væri hin og fór upp að henni í vinnunni og sagði: „Klukkan sjö á [þessum bar]?“ Hún virkaði smá ringluð en ég pældi ekki meira í því.
Klukkan sjö gekk ég inn á barinn og sá báða elskhuga mína, sitjandi við sama borðið og mjög fúlar að sjá. Ég bjóst við því að þær myndu báðar hætta með mér en þær gerðu það ekki. Það er eins og þær séu að keppa við hvor aðra um athygli mína og hvorug þeirra fær nóg af mér. Ég veit að ég get ekki haldið svona áfram.“
Deidre svarar manninum og tekur undir með honum að hann geti ekki haldið svona áfram. „Hættu allavega að hitta giftu samstarfskonu þína. Þú vilt ekki vera þekktur fyrir að eyðileggja hjónabönd. Ef spennan í kringum kynlíf er yfirþyrmandi og þú þráir það sama hvaða afleiðingar það hefur eða hvernig þú særir, þá er þetta fíkn,“ segir hún og bendir honum á ýmis úrræði.