fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Tónlistarstjarna sem vill ekki peninga og er ekki hrifin af athygli

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 18:30

Oliver Anthony/Skjáskot-Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efsta lagið á bandaríska vinsældarlistanum um þessar mundir heitir Rich Men North of Richmond. Lagið er eftir söngvarann og lagahöfundinn Oliver Anthony en hann flytur lagið einn og óstuddur með gítarinn sinn að vopni en þetta er fyrsta lagið eftir hann sem kemst inn á listann. Anthony er orðinn þjóðþekktur í Bandaríkjunum og víðar um heim, en hann er óvenjulegur af heimsþekktum tónlistarmanni að vera að því leyti að hann hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að nýta tónlistarhæfileika sína til að græða peninga og þrá hans eftir athygli er heldur ekki mikil.

Anthony er frá bænum Farmville í miðhluta Virginíu-ríkis í Bandaríkjunum og býr enn í nágrenni hans. Tónlist hans hefur verið lýst sem blöndu af kántrí og þjóðlagatónlist. Rödd hans er eilítið rám en afar kraftmikil og hittir hlustendur inn að beini.

Oliver Anthony er um þrítugur að aldri og byrjaði að semja tónlist 2021 og gaf sitt fyrsta lag út á Spotify í fyrra. Hann var hins vegar svo til óþekktur þangað til Rich Men North of Richmond kom út fyrr í þessum mánuði. Anthony hefur verið að glíma við andleg veikindi og áfengisfíkn og segist hafa farið út í að semja tónlist til að hjálpa sjálfum sér að takast við þau fyrirbrigði. Hann segir skilaboð frá öðru fólki, sem er að glíma við það sama, um að tónlist hans hafi hjálpað því hvetji hann til að halda áfram á sömu braut.

Anthony segir að tónlist hans hafi talað til svo margra af því hann sé að syngja frá sínum dýpstu hjartarótum um fyrirbrigði sem svo margt fólk sé að glíma við. Í hans tónlist séu engar umbúðir, ekkert klippt til, enginn umboðsmaður heldur bara einhver „fáviti“ með gítarinn sinn.

Meðal annarra laga sem hann hefur sent frá sér eru Ain´t Gotta Dollar og I´ve Got to Get Sober.

Barist um samning

Eftir að Rich Man North of Richmond kom út fóru útgáfufyrirtæki að berjast um að gefa út fyrstu plötu Anthony. Hann hefur einnig fengið tilboð frá ýmsum framleiðendum um samstarf við gerð plötunnar. Anthony skrifaði á Facebook-síðu sína að verið væri að reyna að ýta honum út í þetta en hann ætli sér ekki að fara að neinu óðslega. Hann hyggur á tónleikahald á stærri stöðum en hann er vanur að syngja á svo fleiri komist að en ætlar sér þó ekki að hella sér út í stórar uppákomur að hætti stærstu tónlistarstjarna heims.

Anthony ritaði fyrir nokkrum dögum á Facebook-síðu sína að fólk í tónlistariðnaðinum stari orðlaust á hann þegar hann fúlsi við tilboðum sem hljóða upp á átta milljónir dollara (tæpur milljarður íslenskra króna). Hann segist ekki vilja sex rútur fyrir tónleikaferðir, fimmtán flutningabíla, einkaþotu eða spila á tónleikum á íþróttaleikvöngum:

„Ég vil ekki vera í sviðsljósinu.“

Baráttusöngur verkamanna eða baráttusöngur hægrimanna?

Oliver Anthony hætti í skóla þegar hann var sautján ára og hefur síðan þá framfleytt sér með því að vinna ýmis verkamannastörf. Í laginu Rich Men North of Richmond syngur hann m.a. um að strita fyrir skítleg laun, hafa ekki efni á mat, dýrtíð, háa skattlagningu, mannsal á börnum, misnotkun á velferðarkerfinu og að glata stjórninni á eigin lífi.

Texti lagsins hefur verið lofaður af sumum þeirra sem hallast til vinstri í bandarískum stjórnmálum en ekki síður af þeim sem skilgreina sig sem íhaldsmenn. Þeir síðarnefndu horfa þá sérstaklega til þeirra atriða í textanum er snúa að mannsali á börnum og að taka stjórn á eigin lífi. Íhaldsmenn hafa litið á það sem skýr skilaboð til þess sem þeir kalla vinstrisinnuðu elítuna í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C.

Anthony segir að með laginu sé hann fyrst og fremst að reyna að skapa rödd fyrir verkalýðsstéttina og það fólk sem á erfitt með að komast áfram í lífinu. Hann segist óflokksbundinn og lýsir sér sem miðjumanni í stjórnmálum.

Viðtal sem hann fór í við Foxnews hefur hins vegar komið af stað gagnrýni í hans garð frá íhaldsmönnum. Í viðtalinu sagði hann menningarlega fjölbreytni vera helsta styrk bandarísks þjóðfélags og nýta ætti hana til góðs en ekki til að ala á sundrungu. Fyrir þessi orð hefur hann hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum frá íhaldsmönnum sem saka hann um að hafa selt sál sína og hann sé ekki eins sannur og halda hafi mátt í fyrstu.

Hann hefur verið einnig sakaður af vinstri mönnum um að boða það með Rich Men North of Richmond að hægt sé að minnka fátækt með skattalækkunum og niðurskurði á útgjöldum til velferðarmála. Slíkur boðskapur komi fátæku fólki ekki til góða.

Það er því ljóst að nýjasta stjarna tónlistarheimsins er ekki óumdeild. Myndband með flutningi Oliver Anthony á Rich Men North of Richmond má sjá hér að neðan:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum