Alabama er dóttir trommarans Travis Barker, sem er giftur raunveruleikastjörnunni Kourtney Kardashian.
Hún er aðeins 17 ára gömul en hefur þurft að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum en auk frægðar foreldra sinna er hún sjálf mjög vinsæll áhrifavaldur og gaf nýlega út sitt fyrsta rapplag.
The Sun birti myndir af henni og Kourtney í gær sem paparazzi tók af þeim á sunnudaginn. Samkvæmt miðlinum voru þær á leið í kvöldverð og var Alabama klædd svörtum joggingbuxum, stuttermabol og hettupeysu.
Nettröll dreifðu myndunum um samfélagsmiðla, sérstaklega TikTok, og skrifuðu andstyggilegar athugasemdir varðandi þyngd hennar.
Alabama svaraði fyrir sig í gærkvöldi og lét tröllin heyra það.
„Svona er ég á svipinn þegar ég sé alla þessa gerviaðganga segja eitthvað um þyngd mína á paparazzi myndum og segja að ég sé catfish eða segja að ég sé feit,“ sagði hún og útskýrði að paparazzi ljósmyndarar reyni að ná myndum af fólki með opinn munn, í miðri setningu eða bara ljótri mynd yfir höfuð svo þeir fái smellina.
„Ég glími líka við skjaldkirtilsvandamál og sjálfsofnæmissjúkdóm, þannig það er helsta ástæðan fyrir þyngdaraukningu minni,“ sagði hún.
„Þið látið líka eins og ég hafi þyngst um þúsund kíló. Þetta eru svona 2,5-5 kíló, sem er svo eðlilegt fyrir margar stelpur. Þyngd er sveiflukennd og ég vil ekki að neinar ungar stelpur sem eru að horfa haldi að það sé eitthvað að því að þyngjast.“
@alabamabarker♬ original sound – Alabama barker
Myndbandið hefur fengið yfir ellefu milljónir áhorfa og 1,7 milljónir manna hafa líkað við það