fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Styrkti tengslin við föður sinn þegar þeir neyttu áfengis og fíkniefna saman

Fókus
Laugardaginn 19. ágúst 2023 20:00

Gestur Götustráka sem kemur ekki fram undir nafni/Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot úr nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Götustrákar er aðgengilegt á Youtube-síðu þáttarins. Í þættinum er gestur sem kýs að koma ekki fram undir nafni. Andlit hans er hulið og rödd hans hefur verið breytt. Það verður þó ekki betur séð en að um sé að ræða karlmann.

Í þættinum segir maðurinn frá erfiðri bernsku sinni og hvernig hann leiddist út í fíkniefnaneyslu og glæpi. Hann segir að hann hafi neytt áfengis og vímuefna með föður sínum, sem í raun hafi styrkt tengslin og bætt sambandið á milli þeirra. Hins vegar er tekið fram í kynningartexta með brotinu að maðurinn sé edrú í dag.

Í upphafi brotsins segir maðurinn að frá unga aldri hafi hann alist upp við mikla óreglu á heimilinu, einkum af hálfu föður síns. Hann segir að faðir sinn hafi verið beittur ofbeldi í æsku og farið að heiman þegar hann var 14 ára. Það hjálpaði ekki til við að styrkja samband þeirra:

„Ég náði aldrei að tengjast honum.“

Maðurinn segir að hann hafi sárvantað föðurímynd. Faðir hans og móðir skildu, en hann heimsótti reglulega föður sinn, sem hafi búið við aðstæður sem varla voru ásættanlegar fyrir börn:

„Þá bjó pabbi bara í sófanum hjá vini sínum eða hjá einhverri vinkonu sinni.“

Ef feðgarnir vildu fara í bíó saman þurfti faðir hans að koma við í Háspennu og vinna nógu mikið af peningum í spilakassa til að fjármagna bíóferðina.

Eftir á að hyggja hafi þetta verið brenglað.

Varð vitni að ýmsu óæskilegu

Hann varð vitni að ýmsu þegar hann dvaldi hjá föður sínum sem hann hafði ekki þroska til að átta sig á að hafi ekki verið í lagi:

„Ég man til dæmis eftir því að vinkona pabba míns byrjaði að sprauta sig fyrir framan mig.“

Maðurinn segist hafa verið líklega 13 ára þegar hann horfði upp á þetta. Konan notaði hleðslutæki fyrir Nokia síma til að herða að handleggnum til að finna æð til að sprauta fíkniefnunum í. Hún spurði hann síðan:

„Ertu hræddur?“

Hann segist hafa verið í sjokki en farið að lokum inn í herbergið sitt til að leika sér að dóti eða horfa á bíómynd. Honum hafi yfirleitt liðið vel í einveru.

Maðurinn segir að hann hafi lengi vel ekki skilið hvað var á seyði hjá föður hans. Í eitthvert skipti hafi lögreglan fjarlægt hann af þáverandi heimili föður síns m.a. vegna fíkniefnaneyslu föðurins.

Maðurinn segist aldrei hafa fundið sig í grunnskóla og verið svartur sauður þar. Sérhver kennari hafi sagt við hann:

„Þú átt ekki sjéns í lífið.“

Hann hafi sætt sig við þetta en kynnst síðan krökkum sem voru að glíma við sömu hluti og hann. Þessi hópur var farinn að stunda það að t.d. brjóta rúður, kveikja í og taka loftið úr dekkjum bíla. Þetta hafi verið gaman.

Að lokum var hann settur í sérstakan bekk með öðrum krökkum sem voru talin eiga við hegðunarvandamál að stríða. Maðurinn minntist ekki á hversu gamall hann var þegar það átti sér stað.

Nýr nemandi breytir öllu.

Maðurinn segir að einn daginn hafi nýr nemandi komið í bekkinn. Þetta hafi verið „vandræðagemsi“ en hann leit upp til þessa nýja bekkjarbróður síns. Bekkjarbróðirinn ólst upp við sams konar heimilisaðstæður og var farinn að stunda það að reykja kannabis. Með honum reykti maðurinn kannabis í fyrsta skipti en miðað við frásögn mannsins hafði hann ekki neytt ólöglegra fíkniefna fram að því.

Manninum minnir að hann hafi verið í áttunda bekk þegar þetta gerðist . Hann man enn eftir tilfinningunni sem þessu fylgdi. Maðurinn segir að hann hafi áður verið byrjaður að drekka áfengi en víman sem fylgdi því hafi ekkert gert fyrir sig. Öðru máli hafi gilt um kannabis:

„Um leið og ég reykti gras. Þá bara úff.“

Hann tekur aðspurður undir að það hafi verið líkt og himnarnir hafi opnast. Eftir reykingarnar hafi þeir félagarnir fengið sér pizzur og hann hafi notið matarins einstaklega mikið:

„Þetta var bara besta pizza sem ég hef smakkað á ævinni.“

Ný tengsl við pabba

Tímamörk eru eilítið óljós í frásögn mannsins en einhvern tímann eftir þessa fyrstu reynslu hans af fíkniefnum fór hann heim til föður síns. Hann segir að honum hafi liðið miklu betur en áður og ekki lengur talið lífið vera grátt og ömurlegt.

Einhvern tímann eftir þetta hafi áðurnefndur samnemandi hans, sem kynnti hann fyrir fíkniefnum, hvatt hann til að biðja föður sinn um peninga til að kaupa kannabis. Maðurinn segist hafa verið sannfærður um faðir hans yrði bálreiður og myndi jafnvel lemja hann.

Hann segist hafa beðið föður sinn um 3.500 krónur til að geta farið í bíó en faðir hans hafi spurt hvort honum vantaði ekki frekar 5.000 krónur sem maðurinn hafi neitað. Eftir á að hyggja hafi faðir hans augljóslega gert sér grein fyrir hvað væri í gangi.

Loks hafi hann játað fyrir föður sínum að vera byrjaður að reykja kannabis. Viðbrögð föður hans hafi þó alls ekki einkennst af reiði:

„Svo tekur hann bara upp Tuborg og eina jónu og segir: hérna, fáðu þér bara.“

Faðir hans drakk og reykti með honum. Maðurinn segir að í þetta skipti hafi hann fengið „hvítuna“ en það hugtak er notað yfir það þegar of mikil kannabisneysla veldur líkamlegum óþægindum eða  þegar þau verða af völdum þess þegar kannabis og áfengis er neytt samhliða. Í viðtalinu fullyrðir maðurinn þó að honum hafi liðið mjög vel meðan þeir feðgar drukku og reyktu kannabis saman. Hann segir að þetta hafi styrkt tengslin á milli þeirra:

„Eftir þetta myndast svona „bond“ milli mín og hans.“

Hann hafi eftir þetta skilið föður sinn betur sem hafi verið gjarn á að barma sér yfir hlutskipti sínu í lífinu. Maðurinn segist þó hafa átt það til við slík tækifæri að segja honum að þegja, slaka á og reykja kannabis.

Þetta brot úr nýjasta þætti hlaðvarpsins Götustrákar má sjá hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum