Leikarinn Sam Asghari hefur sótt um skilnað frá söngkonunni Britney Spears.
Hann lagði fram skilnaðarpappíra í gær, fjórtán mánuðum eftir það þau gengu í það heilaga.
TMZ greinir frá því að Sam hafi sett 28. júlí sem dagsetningu þess sem þau skildu að borði og sæng og sagði ástæðuna vera „óleysanlegan ágreining“.
Samkvæmt miðlinum biður Sam um að Britney greiði meðlag og lögfræðikostnað hans.
Britney, 41 árs, og Sam, 29 ára, voru saman í sjö ár. Þau kynntust árið 2016 þegar hann lék í tónlistarmyndbandi hennar „Slumber Party“.