fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

„Naglanum var eitt sinn líkt við Chihuahua hund….. mikil orka í litlum umbúðum“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 12:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar um húðflúr í pistli á Facebook.

„Sumarið 1996 var Naglinn sextán að verða sautján ára að vinna við að tæta upp illgresi ofan af leiðum í Kirkjugörðum Reykjavíkur. Samstarfsstúlka og jafnaldri Naglans var með húðflúr á ökklanum og þetta fannst Naglanum eitt það svalasta í allri veröldinni. Stúlkan var skyndilega í annarri og æðri kategoríu en aðrir dauðlegir. Þetta VARÐ Naglinn að hafa líka á sínum skrokki,“ segir Ragga, sem grátbað móður sína um leyfi sem gaf loksins eftir og gaf leyfi.

„Labbað inná tattoo stofu Jóns Páls og Fjölnis heitins, og kínverskt tákn sem þýðir styrkur blekað á ökklann. Naglanum fannst hún vera aðeins ofar í goggunarröð mannkyns en annað óhúðflúrað fólk að skarta þessari hátísku níunnar á skrokknum. PapaNagl var þó ekki eins hrifinn af þessum gjörningi og lýsti yfir að nú væri dóttirin „BRENNIMERKT AÐ EILÍFU.“

Ragga fékk sér nýlega sitt annað húðflúr.

Núna sumarið 2023, eða 28 árum síðar, fannst Naglanum nú 43 að verða 44 ára, vera kominn tími á næsta líkamsskraut.

„Enda varla maður með mönnum í Danaveldi þar sem ALLIR og bókstaflega langamma og langafi, eru með flúr. Nú þurfti allavega ekki að biðja foreldra um leyfi né heyra gagnrýni um brennimerkingar.

Og rétt eins og sextán ára óöruggur unglingur með óþroskaðan framheila, fannst miðaldra Naglanum hún vera pínulítið svalari en í gær, að vera nú komin með tvö lítil húðflúr.

Húðflúrið er rúnin sem táknar orku (energy), en Naglanum var eitt sinn líkt við Chihuahua hund….. mikil orka í litlum umbúðum. Og síðan vill skemmtilega til að þessi rún er einmitt líka upphafsstafurinn ‘R’ í Ragnhildur. Ætli það líði önnur 28 ár og Naglinn fái sér þriðja flúrið sjötug? Eða er þetta aðeins upphafið að flúrerminni?“ segir Ragga nagli. 

Endar hún á að spyrja fylgjendur sína hvort þeir séu með húðflúr og ef svo er hversu mörg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun