fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Melkorka lenti í kynferðisofbeldi – Bældi niður tilfinningarnar sínar og hélt að áfallið hefði ekki haft teljandi áhrif á hana

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melkorka Torfadóttir er 34 ára móðir, kærasta, ein tíu systkina og eigandi hárgreiðslustofunnar Kings and Queens í miðbænum. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Melkorka ólst upp í sveit þar sem mamma hennar var kennari í skólanum og pabbi hennar skólastjórinn. 

„Ég var mjög dugleg í skóla, róleg og þægileg sem barn,‟ segir Melkorka og bætir við að móðir hennar hafi alltaf verið fósturforeldri líka svo það voru mörg börn á heimilinu.

Nauðgun í framhaldsskóla

Melkorka flutti í bæinn um leið og hún gat og mátti. Hún opnar sig í fyrsta skipti um nauðgun sem hún lenti í í framhaldsskóla og allt sem fylgdi því áfalli en hún vann ekki úr því heldur bældi niður tilfinningarnar sínar og hélt að áfallið hefði ekki haft teljandi áhrif á hana. Stuttu síðar kynntist hún barnsföður sínum, í ferðalagi á Spáni.

„Hann hjálpaði mér mikið á þessum tíma, við vorum saman í níu ár og eigum yndislegt samband ennþá í dag, sem vinir. Við höldum hátíðir saman, förum til útlanda sem fjölskylda með son okkar og virkum bara betur sem vinir.‟ 

Melkorka kynntist öðrum manni seinna, hann var algjörlega fullkominn til að byrja með, eins og hún orðar það sjálf: „Í upphafi var hann eins og draumaprins, sagði alla réttu hlutina, gerði allt rétt og eins og ég veit núna þá love bombaði hann mig en læsti klónum líka í mig á sama tíma með því að ýta mér frá sér og koma svo aftur og aftur.‟

Vont að sjá mömmu leiða

Melkorka sér eftir á að hann byrjaði strax frá fyrsta degi að beita ofbeldi og svo með tímanum jókst það bara og varð alvarlegra og verra.

„Á þessum tíma var ég að opna nýja hárgreiðslustofu og faldi mig á bakvið það að ég væri þreytt þegar fjölskyldan mín og vinir reyndu að benda mér á að ég væri breytt eða það væri eitthvað undarlegt í gangi því honum tókst fljótt að einangra mig og brjóta mig niður.‟

Þegar sambandið var alveg á byrjunarreit hafði fyrrverandi kærasta þessa manns samband við Melkorku til að vara hana við.

„Ég lét hana heyra það, hún skyldi ekki voga sér að tala og ljúga svona um hann. Ég þurfti að brenna mig sjálf og bað hana afsökunar seinna.‟

Ofbeldið jókst mikið, sonur hennar var að mestu hjá pabba sínum því honum fannst vont að sjá mömmu sína leiða og börn finna andrúmsloftið, eins og við vitum. 

Aðspurð segir Melkorka frá því þegar hann reif einu sinni í hana en annars var ofbeldið andlegt og kynferðislegt.

„Ég lærði ung að leyfa engum að leggja á mig hendur en samt sem áður beitti hann kynferðislegu ofbeldi sem ég lét yfir mig ganga lengi.‟

Það má hlusta á viðtalið við Melkorku í heild sinni á hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“