fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Gamla mjólkurstöðin fær nýtt hlutverk

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 17:00

Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla mjólkurstöðin við Snorrabraut 54 í Reykjavík mun fá nýtt hlutverk á næstunni en til stendur að breyta húsinu í íbúðahót­el. Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur heim­ilað um­sækj­anda, Rökk­ur­höfn ehf., að láta vinna breyt­ingu á gild­andi deili­skipu­lagi sem heimilar hótel á lóðinni og því gerir skipulagsfulltrúi ekki athugasemd við að húsinu verði breytt í íbúðahótel.

Fjallað var meðal annars um málið í Morgunblaðinu í dag.

Húsið var byggt af Mjólk­ur­fé­lagi Reykja­vík­ur árið 1929, sem mjólkurstöð með smjör- og ostagerð, eft­ir teikn­ing­um Ein­ars Er­lends­son­ar, húsa­meist­ara. Einar var aðstoðarmaður Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið sem er 986,8 fm er hannað í fúnkís­stíl með klass­ísk­um áhrif­um, stein­steypt, á tveim­ur hæðum með kjall­ara.

„Húsið nýt­ur vernd­ar í græn­um flokki sam­kvæmt Hús­vernd­ar­skrá Reykja­vík­ur um vernd­um 20. ald­ar bygg­inga. Um er að ræða reisu­legt hús sem set­ur svip sinn á götu­mynd Snorra­braut­ar en því miður hef­ur viðhald vantað und­an­farið og ásýnd­in því nokkuð hrör­leg í dag,“ seg­ir meðal annars í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Húsið er að hluta mjög illa farið og þarfnast algerrar endurnýjunar, Óskað er heimildar til að rífa skorstein og endurbyggja Ketilhúsið. Skipulagsfulltrúi fellst á endurbyggingu Ketilhúss og niðurrif skorsteins en hann verði að endurbyggja. „Ekki er fallist á að fjarlægja skorstein til frambúðar þar sem hann er orðinn að kennileiti í umhverfi sínu,“ segir verkefnastjórinn.

Fjölmörg fyrirtæki hafa verið með starfsemi í húsinu í gegnum árin og má nefna Osta- og smjör­söl­una, út­varps­stöðina Bylgj­una, OZ og Söng­skól­ann í Reykja­vík, en í fasteignaskrá er lýsing hússins; skóli. Tölvufyrirtækið OZ keypti húsð á sínum tíma af Osta- og smjörsölunni og seldi til Söngskólans í Reykjavík, sem seldi húsið áfram árið 2017 til félagsins Sandhótels.

Svona var hótelteikningin árið 2017.
Framkvæmdir hófust fyrir nokkru
Mynd: DV

Framkvæmdir þegar hafnar

Framkvæmdir hafa staðið í nokkra mánuði á baklóðinni milli hússins og Sundhallarinnar. Þar mun rísa þriggja hæða fjölbýlishús með um 40 íbúðum og verslunar-/ þjónusturými í þeim hluta götuhæðar sem snýr að Snorrabraut. Það er því ljóst að þetta horn Snorrabrautar og Bergþórugötu mun taka stakkaskiptum í náinni framtíð. 

Tæpum 100 metrum frá á Snorrabraut 62 er í byggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Atvinnurými verða á jarðhæð og 35 íbúðir á þremur hæðum.

Svona á Snorrabraut 62 að líta út
Snorrabraut 62 í byggingu
Mynd: DV

Ein íbúða hússins vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir að vera hentug fyrir þá sem aðhyllast bíllausan og bóllausan lífsstíl, en engin sérmerkt bílastæði fylgja húsinu. Og í þessari íbúð er heldur ekki svefnherbergi. 

„Upp­haf­lega hönnuðum við þessa íbúð þannig að það væri svefn­her­bergi í henni en fengum svö svör frá skipu­lags­yfir­völdum að það væri ekki í boði þar sem einungis 60 prósent í­búða í húsinu mættu vera tveggja her­bergja í­búðir,“ út­skýrir Kristinn Þór Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss.

Í­búðin sem um ræðir er númer 212 og var teikningum af í­búðinni deilt á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. Hún er sú eina í húsinu sem ekki fylgir svefn­her­bergi. Í­búðin er 38 fer­metrar að stærð og er upp­sett verð 43,9 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum