fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Gamla mjólkurstöðin fær nýtt hlutverk

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 17:00

Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla mjólkurstöðin við Snorrabraut 54 í Reykjavík mun fá nýtt hlutverk á næstunni en til stendur að breyta húsinu í íbúðahót­el. Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur heim­ilað um­sækj­anda, Rökk­ur­höfn ehf., að láta vinna breyt­ingu á gild­andi deili­skipu­lagi sem heimilar hótel á lóðinni og því gerir skipulagsfulltrúi ekki athugasemd við að húsinu verði breytt í íbúðahótel.

Fjallað var meðal annars um málið í Morgunblaðinu í dag.

Húsið var byggt af Mjólk­ur­fé­lagi Reykja­vík­ur árið 1929, sem mjólkurstöð með smjör- og ostagerð, eft­ir teikn­ing­um Ein­ars Er­lends­son­ar, húsa­meist­ara. Einar var aðstoðarmaður Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið sem er 986,8 fm er hannað í fúnkís­stíl með klass­ísk­um áhrif­um, stein­steypt, á tveim­ur hæðum með kjall­ara.

„Húsið nýt­ur vernd­ar í græn­um flokki sam­kvæmt Hús­vernd­ar­skrá Reykja­vík­ur um vernd­um 20. ald­ar bygg­inga. Um er að ræða reisu­legt hús sem set­ur svip sinn á götu­mynd Snorra­braut­ar en því miður hef­ur viðhald vantað und­an­farið og ásýnd­in því nokkuð hrör­leg í dag,“ seg­ir meðal annars í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Húsið er að hluta mjög illa farið og þarfnast algerrar endurnýjunar, Óskað er heimildar til að rífa skorstein og endurbyggja Ketilhúsið. Skipulagsfulltrúi fellst á endurbyggingu Ketilhúss og niðurrif skorsteins en hann verði að endurbyggja. „Ekki er fallist á að fjarlægja skorstein til frambúðar þar sem hann er orðinn að kennileiti í umhverfi sínu,“ segir verkefnastjórinn.

Fjölmörg fyrirtæki hafa verið með starfsemi í húsinu í gegnum árin og má nefna Osta- og smjör­söl­una, út­varps­stöðina Bylgj­una, OZ og Söng­skól­ann í Reykja­vík, en í fasteignaskrá er lýsing hússins; skóli. Tölvufyrirtækið OZ keypti húsð á sínum tíma af Osta- og smjörsölunni og seldi til Söngskólans í Reykjavík, sem seldi húsið áfram árið 2017 til félagsins Sandhótels.

Svona var hótelteikningin árið 2017.
Framkvæmdir hófust fyrir nokkru
Mynd: DV

Framkvæmdir þegar hafnar

Framkvæmdir hafa staðið í nokkra mánuði á baklóðinni milli hússins og Sundhallarinnar. Þar mun rísa þriggja hæða fjölbýlishús með um 40 íbúðum og verslunar-/ þjónusturými í þeim hluta götuhæðar sem snýr að Snorrabraut. Það er því ljóst að þetta horn Snorrabrautar og Bergþórugötu mun taka stakkaskiptum í náinni framtíð. 

Tæpum 100 metrum frá á Snorrabraut 62 er í byggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Atvinnurými verða á jarðhæð og 35 íbúðir á þremur hæðum.

Svona á Snorrabraut 62 að líta út
Snorrabraut 62 í byggingu
Mynd: DV

Ein íbúða hússins vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir að vera hentug fyrir þá sem aðhyllast bíllausan og bóllausan lífsstíl, en engin sérmerkt bílastæði fylgja húsinu. Og í þessari íbúð er heldur ekki svefnherbergi. 

„Upp­haf­lega hönnuðum við þessa íbúð þannig að það væri svefn­her­bergi í henni en fengum svö svör frá skipu­lags­yfir­völdum að það væri ekki í boði þar sem einungis 60 prósent í­búða í húsinu mættu vera tveggja her­bergja í­búðir,“ út­skýrir Kristinn Þór Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss.

Í­búðin sem um ræðir er númer 212 og var teikningum af í­búðinni deilt á sam­fé­lags­miðlinum Twitter. Hún er sú eina í húsinu sem ekki fylgir svefn­her­bergi. Í­búðin er 38 fer­metrar að stærð og er upp­sett verð 43,9 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu

Ragnhildur deilir dúnduræfingu fyrir konur á breytingaskeiðinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025