fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ástin kviknaði á bráðamóttökunni – Skírðu soninn í höfuðið á sjúkrahúsinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 21:00

Mynd: People.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Emily Salerno McDavitt 35 ára og Adam McDavitt 40 ára hittust fyrst árið 2015 þegar Emily sem er lærður hjúkrunarfræðingur sótti um vinnu á bráðamóttöku Cooperman Barnabas spítalans í New Jersey í Bandaríkjunum. Áttu þau ásamt öðrum samstarfsfélögum þeirra að vinna að svokallaðri jafningarýni. Þrátt fyrir að þeim hafi líkað við og laðast hvort að öðru kviknaði ástin þó ekki strax en þau byrjuðu saman eftir jólaboð vinnunar að ári og hafa verið saman síðan.

Hjónin segja sögu sína í viðtali við People. „Ég laðaðist mjög að honum strax í upphafi, án efa,“ segir Emily. „Sama gerðist hjá mér, en ég hafði bara þá reglu að deita ekki samstarfsfólk mitt,“ segir  Adam. Árið 2016 lét hann af störfum hjá spítalanum og gerðist lögreglumaður. Nokkrum mánuðum seinna endurnýjuðu þau svo kynnin eftir að hafa hist á bráðamóttöku.

„Ég kom inn í vinnuna eina nótt og ég var að fá skýrslu um sjúklingana mína og það kom í ljós að einn af sjúklingunum mínum var aðstoðarmaður Adams. Þannig tengdumst við aftur,“ segir Emily sem sendi honum síðan skilaboð og bauð honum í jólaboð bráðamóttökunnar, enda mundu allir starfsmenn þar enn eftir þessum fyrrum samstarfsfélaga.

Adam var þó efins með boðið, þannig að Emily skaut til hans: „Ég sagði: „Jæja, ég læt þig vita að ég mun vera klædd í svolítið óviðeigandi kjól fyrir vinnuna. Ég vona að þú getir mætt.“ Adam hugsaði sig ekki tvisvar um aftur, mætti og þar með byrjaði samband þeirra.

Brúðkaupsmyndir á bráðamóttöku

Árið 2020 ákvað Adam að koma sinni heittelskuðu á óvart, fékk foreldra þeirra, bróður sinn og mágkonu í lið með sér og fór öll hersingin út að borða þar sem Adam var búinn að skipuleggja að fá símtal þar sem hann var kallaður til vinnu. Í staðinn fór hann heim til þeirra Emily, tók út 800 batterískerti og setti hring í litla fjársjóðskistu. Emily sagði blessunarlega já, og parið skellti sér í brúðkaupsmyndatöku á bráðamóttökuna þar sem þau kynntust fyrst og smelltu af myndum.

Mynd: People.com

Hvað á barnið að heita?

Í apríl árið 2022 kom í ljós að von var á erfingja og eins og verðandi foreldrar gera fóru þau að velta fyrir sér nöfnum á barnið. Eftir mæðraskoðun á sjúkrahúsinu, hittu þau vin sinn sem fannst tilvalið að nefna barnið Cooper eftir staðnum sem þau kynntust á.

„Okkur þótti strax vænt um nafnið og við vissum að þetta var algjörlega fullkomið,“ segir Emily og bætir við að það hafi ekki liðið á löngu þar til „allir á deildinni byrjuðu að kalla óléttukúluna Cooper.“ Þann 9. janúar 2023 fæddist Cooper barn á sama sjúkrahúsi og foreldrar hans kynntust og Emily hafði einnig fæðst á.

Mynd: People.com

Segja þau soninn unga ljúft og gott barn og hvað sem framtíðin beri í skauti sér vona þau að hann viti að foreldrar hans „kynntust á stað sem gerði samfélaginu margt gott.“ Og ef hann fetar í fótspor þeirra til og gefur tilbaka til samfélagsins segjast þau munu verða himinlifandi.

„Við höfum varið lífi okkar í opinberri þjónustu, hvort sem það var í heilbrigðisþjónustu eða á annan hátt,“ segir Adam. „Ef hann kýs að þjóna og sjá um aðra, þá værum við mjög ánægð.“

Mynd: People.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“