fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Georg og Anaïs eignuðust dóttur í skjálftahríð – „Hjörtu okkar eru full af ást“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 13:00

Georg og An­aïs giftu sig í Suður-Frakklandi síðasta sumar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin George Leite, eigandi barsins Kalda og Anaïs Barthe Leite atvinnudansari eignuðust dóttur, 5. júlí. Vísir greindi fyrst frá.

Fyrir eiga hjónin Samúel Mána, sem er þriggja ára og Georg á Sofiu Leu, nítján ára, frá fyrra sambandi.

„Við erum mjög ánægð að tilkynna fæðingu dóttur okkar, barni og móður heilsast vel. Hún átti glæsilega innkomu í heiminn sem einkenndist af fjölda jarðskjálfta, eins og móðir jörð væri sjálf að fagna fæðingu sinni. Þann 5. júlí, klukkan 22:52, kom hún, 49 cm og 3.316 kg.

Með hjörtu full af ást og þakklæti, fögnum við foreldrahlutverkinu enn og aftur, ævinlega þakklát fyrir einstakar aðstæður í kringum komu hennar. Hjörtu okkar eru full af ást til allra dýrmætu barnanna okkar og við munum njóta allra dýrmætu stundanna,“

segja hjónin í færslu á Facebook. Dagný Erla Vilbergsdóttir doula var hjónunum ómetanlegur stuðningur við fæðinguna.

Georg er brasilískur og An­aïs frönsk, og kynntust á dansnámskeiði hér á landi. Georg, eða Goggi eins og hann er alltaf kallaður, flutti hingað sem skiptinemi árið 1998 en níu ár eru síðan An­aïs flutti til landsins. Í fyrra giftu þau sig í Suður-Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram