fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fyrrverandi kærasta Jonah Hill sakar hann um andlegt ofbeldi

Fókus
Sunnudaginn 9. júlí 2023 07:15

Jonah Hill og Sarah Brady þegar allt lék í lyndii

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kærasta Hollywood-stjörnunnar Jonah Hill, Sarah Brady, hefur sakað leikarann um t andlegt ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Brady opnaði sig um málið í röð færslna á Instagram-síðu sinni á föstudaginn og þar segir hún að Hill, sem er 39 ára gamall, hafi gaslýst sig og meðal annars neytt sig til að fjarlægja myndir af sér í baðfötum á samfélagsmiðlum.

Því til sönnunnar birti Brady skjáskot af textaskilaboðum milli þeirra þar sem leikarinn segir að sumar Instagram-myndir hennar séu óviðeigandi að hans mati og að þær ætti að fjarlægja. Brady segist hafa látið undan þeirri kröfu en við því hafi Hill brugðist með því að segja að þetta væri góð byrjun en hún væri ekki að skilja almennilega hvað hann ætti við.

Í öðru skjáskoti sem Brady birti má sjá Hill hóta því að slaufa sambandi þeirra ef Brady héldi áfram að eiga í markarlausum og óviðeigandi vinskap við karlmenn sem og vinskap við konur sem væru ekki í jafnvægi.

Dæmi um textaskilaboð sem Brady birti

Brady, sem er þekkt brimbrettakona og stundar einnig háskólanám í lögfræði, var í sambandi með leikaranum frá því í ágúst 2021 og varði sambandið í tæpt ár. Hún segist hafa ákveðið að opna sig um reynsluna af sambandinu við Hill því að þögnin væri að valda henni meiri skaða en það að opinbera málið.

„Ég glími líka við andleg vandamál en ég nota þau ekki til þess að stjórna öðru fólki eins og hann gerði við mig,“ skrifaði Brady. Hill hefur verið opinskár um baráttu sína við ýmsa andlega kvilla og hann stóð meðal annars að heimildarmynd um andleg veikindi, Stutz, en myndin byggist aðallega á samtölum hans við sálfræðing sinn, Phil Stutz.

„Undanfarið ár hef ég einbeitt mér að því að leyfa sárunum að gróa og vaxa að nýju, með hjálp ástvina og lækna, til þess að geta aftur lifað lífi mínu án samviskubits, skammar eða sjálfsniðurrifi varðandi smávægilega hluti eins og að klæðast sundfötum á brimbrettum frekar en blautbúningi. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig á þessu ofbeldi,“ skrifaði Brady.

Hún sagði þó að hegðun Hill gerði hann ekki endilega að hræðilegri manneskju. „Það að einhver beiti maka sinn andlegu ofbeldi þýðir ekki að viðkomandi sé hræðileg manneskja. Ofbeldi á oft rætur sínar að rekja til persónulegra áfalla viðkomandi en það þýðir þó ekki að hegðunin sé í lagi,“ skrifaði Brady ennfremur.

Hill, sem eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn með unnustu sinni Olivia Millar, hefur ekki tjáð sig um áskanir Brady.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda