Er tómatur ávöxtur eða grænmeti? Um það hefur verið deilt í gegnum aldirnar, jafnvel þótt að vísindi séu margbúin að sanna að tómatar eru í raun og sann ávextir, þótt flest okkar líti frekar á þá sem grænmeti.
En aldrei hitnaði meira á milli stuðningsmanna tómata sem ávaxta annars vegar og grænmetis hins vegar en árið 1893 þegar að deilan fór alla leið upp í Hæstarétt Bandaríkjanna.
Þreföld hækkun á grænmeti
Tíu árum áður samþykktu Bandaríkin tollalög sem þrefaldaði skatt á innflutt grænmeti, en voru ávextir voru undanþegnir skattinum. John Nix & Co. var á þeim var tíma stærsti heildsöluaðili matvöru í New York borg auk þess að vera eitt fyrsta fyrirtæki landsins til að hefja reglulegan innflutning á matvöru til landsins. Sáu forsvarsmenn fyrirtækisins fram á að með flokkun tómata sem grænmetis myndi það kosta þá gríðarlegar fjárhæðir í tollgjöld.
Fyrirtækið fór því í mál og krafðist þess að tómatar yrðu flokkaðir sem ávextir. Málið mallaði lengi í réttarkerfinu endaði fyrir Hæstarétti áratug síðar. Lögfræðingar John Nix & Co. lögðu fram þrjár virtar orðabækur yfir enska tungu og lásu upp skilgreiningar þeirra allra á ávöxum annars vegar og grænmeti hins vegar. Sem mótaðilar drógu aftur á móti í efa. Þeir kölluð einnig til vitni, söluaðila ávaxta og grænmetis til 30 ára, sem allir vottuðu að þeir væru þess fullvissir um að tómatar væru grænmeti.
Grænmeti í Bandaríkjunum, ávöxtur í Evrópu
Það stórfenglega svæfandi, en einnig nett fyndið, að renna yfir framburð vitna þar sem tekist var á um hvort að fræbelgir, tegund fræja, hvort viðkomandi jurt yxi ofan- eða neðanjarðar, lögun lauf- eða krónublaða, og svo framvegis, hefði áhrif, og þá hve mikil, á hvernig jurt væri flokkuð.
Rétturinn fór einnig vandlega yfir söluskýrslur hinna ýmsu fyrirtækja á tómötum í gegnum til að kynna sér hvernig þau höfðu kynnt viðskiptavinum sínum eðli tómata og hvort sú skýring hefði beina tengingu við vinsældir tómata meðal neytenda.
Horace Gray dómari sagði að orðanotkun virtist ekki nokkur áhrif á vinsældir tómata, enda flokkun þeirra varla efst í huga neytenda þegar verslað er inn. Taldi dómarinn eðlilegast að leggja orðabókum og skýrslum, enda örugglega farin að hundleiðast málareksturinn. Kvað hann upp að eðlilegast væri að taka mið af áliti almennings, sem klárlega teldi tómata vera grænmeti. Þegar hann las upp úrskurð sinn sagði hann málið ekki flókið. Almenningur bæri ekki fram ávexti með kvöldmatnum, það væri ekki að finna banana eða jarðarber við hlið steikar, þar væri að finna tómata. Aftur á móti væri tómata almennt ekki að finna í eftirréttum, en það væru aftur á móti tegundir á borði banana og jarðarber.
Tómatar væru því grænmeti. Máli lokið. Og þrátt fyrir að vísindin segi annað eru tómatar enn flokkaðir sem grænmeti í Bandaríkjunum. Sömu sögu var að segja í Evrópu, allt þar til árið 2001, þegar að að Evrópusambandið skilgreindi tómata opinberlega sem ávexti.
Það fer því eftir hvoru megin Atlantshafsins maður er hvort maður er að borða grænmeti eða ávöxt þegar tekinn er biti af tómat.
Er tómatsósa grænmeti?
Þetta var reyndar ekki fyrsta skipti sem grasafræðilegar skilgreiningar rötuðu fyrir Hæstarétt.
Árið 1886 hélt annar innflytjandi því fram að baunir væru fræ, sem voru mun ódýrari í innflutning en grænmeti, en tapaði sá málinu. Skyldu baunir flokkaðar sem grænmeti.
Það rauk aftur upp deila tengd tómötum árið 2011 og þá á bandaríska þinginu.
Stjórn Obama hafði þá lagt fram tillögur um hollari máltíðir í skólum og leiddi forsetafrúin, Michelle Obama að stóru leyti þá baráttu.
Samkvæmt tillögum skyldi dregið úr frosnum og djúpsteiktum mat og auka töluvert magn grænmetis í fæðu. Þessar tillögur fóru illa í marga stjórnarandstæðinga meðal repúblíkana sem sögðu Obama og frú ekkert koma við hvað krakkar ætu í hádeginu. Auk þess væri meira en nóg grænmeti þegar á boðstólum í formi tómatsósu og pizzasósu, en skólabörnum er boðið er upp á pizzur í stærstum hluta grunnskóla Bandaríkjanna í hádeginu.
Obama tapaði slagnum
En töldu sumir stuðningsmenn frumvarpsins afar vafasamt að flokka tómat- og pizzasósu sem grænmeti og upphófst mikil deila í þinginu um hvort í raun væri verið að gefa skólabörnum grænmeti þegar þau sprautuðu tómatsósuna á frönsku kartöflurnar. Sem einnig er að finna í flestum skólamötuneytum.
Framleiðendur sósanna, svo og framleiðendur frosinna pizza, fullyrtu að svo sannarlega væri um grænmeti að ræða og börðust hart fyrir að tómatsósa, og sambærilegar sósur, yrði flokkaðar sem grænmeti og kæmust því á hollustulista mötuneyta í skólum.
Nú ber auðvitað að taka fram að það eru til endalausar uppskriftir og gerðir af tómatsósum. Margar eru vissulega að stærstum hluta gerðar úr raunverulegum tómötum en í öðrum, einkum þeim ódýrustu, er vart tómat að finna. Þótt erfitt sé að fullyrða um eitt eða neitt má telja líklegra en ekki að skólar, sem þurfa að spara hverja krónu, freistist til að kaupa sem ódýrasta vöru.
Svo fór að Obamahjónin og þeirra fólk töpuðu slagnum og í dag er stefna hins opinbera í Bandaríkjunum að tvær teskeiðar á tómatsósu á disk skólabarns skuli flokkaðar sem heill skammtur af grænmeti.