fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Hinn 21 árs gamli Mutsuo myrti helming allra þorpsbúa í heimabæ sínum – Örvænti um ævilangt kvenmannsleysi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 2. júlí 2023 23:08

Skjáskot úr kvikmynd sem gerð var um morðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar minnst er á skotárásir sem enda í fjöldamorðum verður mörgum hugsað til skólárárása á við við morðin í Columbine skólanum, í kvikmyndahúsinu í Aurora, sem reyndar merkilegt nokk eru bæði í sama fylki, Colorado, eða sambærilegra árása. Flestra í Bandaríkjunum.

En eitt mannskæðasta fjöldamorð 20. aldar átti sér reyndar stað í japönsku þorpi árið 1938 þegar að hinn 21 árs gamli Mutsuo Toi myrti 30 manns til bana í þorpinu sem hann var fæddur og alinn upp í.

Hvað kom þessum unga manni til að fremja svo hræðilegan glæp?

Mutsuo Toi

Náinn systur sinni

Mutsuo Toi fæddist 5. mars 1917 og ólst upp í Okayama-héraði í Japan og voru foreldrar hans afar virtir og vel efnaðir. Æska hans mun hafa veri góð og var það því honum mikið áfall þegar að þau létust bæði úr berklum þegar hann var aðeins barn að aldri. Tók amma hans þá við uppeldi hans og eldri systur hans en systkinin voru afar náin og ekki vafi á að foreldramissirinn tengdi þau enn nánari böndum.

Mutsuo var þekktur sem snjall, skemmtilegur og útsjónarsamur drengur og líf hans gekk sem smurt allt þar til hann varð 17 ára. Það sama ár, 1934, giftist systir hans og flutti frá bróður sínum og ömmu til að stofna heimili með manni sínum.

Brottför systurinnar virðist hafa tekið mjög á Mutsuo sem sneri að mestu baki við vinum sínum og hóf að einangra sig.

Mutsuo var heillaður af Sada Abe, vændiskonu sem drap elskhuga sinn á grimmilegan hátt í maí 1936. Hann var reyndar heillaður af öllu sem tengdist konum og kynlífi, sem var hans uppáhalds umræðuefni.

Hér má sjá grein um sögu Sade Abe: Myrtur eftir að hann gaf sig lostanum á vald – Morðinginn öðlaðist frægð og frama í heimalandinu

Ungir piltar í leit að kynlífi

Frá því snemma á táningsárum hafði hann því verið afar upptekin af nokkru sem kallast Yobai, en það fól í sér að ungt fólk, að stærstum hluta unglingspiltar, laumuðu sér inn í svefnherbergi ungra kvenna á kvöldin til að leita að kynmökum. Eins furðulega og það hljómar var Yobai útbreiddur siður í Japan á þessum árum og þótti ekki tiltökumál, fremur var litið á Yobai sem hluta að þroskaferli unglingsdrengja, eins einkennilegt og það má teljast í dag.

Þrátt fyrir að einangra sig félagslega eftir brottför systur sinnar, var ekkert sem benti til þess að ekki væri allt í lagi með Mutsuo. En svo var ekki, langt því frá. Hann eyddi stundunum í einverunni við að skipuleggja skelfilegan verknað.

Að kvöldi 20. maí 1938 skar hinn 21 árs gamli Mutsuo í sundur rafmagnslínur til heimabæjar síns, Kamo, og var litla þorpið almyrkvað.

Og þar með hófst morðæði hans.

3.jpg
Yobai var ævaforn siður

Hjó höfuðið af ömmu 

Mutsuo átti haglabyssur, sem hann hafði breytt til að gera að enn öflugri vopnum, og á miðnætti festi hann á sig byssurnar, samúraæjasverð, öxi, nokkra stóra hnífa og 200 skot.

Hann festi tvö vasaljós á höfuðband og gekk því næst inn til 76 ára gamallar ömmu sinnar, sem var sofandi, og hjó af henni höfuðið með öxinni.

Hún var fyrsta fórnarlamb árásar Mutsuo sem hófst klukkan 1:30 að morgni 21. maí 1938.

Þvi næst ráfaði hann um niðdimmt þorpið og fór inn í hús hvers íbúa af öðrum þar sem hann skaut, stakk eða hjó heimilisfólk til bana.

Á næstu 90 mínútum dóu 27 til viðbótar. Fimm slösuðust og tveir enn fundust látnir af völdum áverka síðar. Mutsuo Toi drap alls 30 manns en 31 fórnarlambið var hann sjálfur. Í dögun gekk hann upp á nærliggjandi fjall og skaut sig.

Enginn hlutaði

En hver var ástæðan fyrir því að Mutsuo tók þá ákvörðun um að drepa nágranna sína, fólk  sem hann hafði alist upp með og þekkt alla sína ævi?

Í ljós kom að ekki hafði verið um augnabliksæði að ræða, Mutsuo hafði skipulagt morðin í margar vikur, ef ekki mánuði. Og það sem meira er, hann hafði sagt fjölda fólks frá löngunum sínum til að myrða þorpsbúa en en enginn tók mark á honum og töldu flestir að um kjánaskap eða misheppnaðan húmor ungs manns væri um að ræða. Einhverjum þótti þó rétt að láta lögreglu vita en ekkert var aðhafst í málinu. Mutsuo þótti bara vera furðufugl en þó var talið öruggara að afturkalla byssuleyfi hans. Mutsuo lét það þó ekki stöðva sig og keypt vopn og skotfæri á svarta markaðnum.

Mutsuo skildi eftir langt bréf sem útskýrir vel í hvernig andlegu ástandi hann var og hvað kom honum til að fremja þessi skelfilegu ódæðisverk.

Frá útför þorpsbúa.

Sá fram á ævilangt kvennmannsleysi

Nokkrum vikum fyrir árásina hafði Mutsuo greinst með berkla. Á þeim tíma voru berklar allt að því dauðadómur enda lækning ekki fyrir hendi. Engin ung kona hafði áhuga á rómantísku sambandi við mann með berkla, sem samkvæmt bréfinu fór afar illa í Mutsuo, sem sá fram á kvenmannsleysi þar til yfir lyki. Í bréfinu kvartar hann einnig að framkoma fólks við hann hafi breyst eftir að hann greindist með berklana, enginn sýndi honum virðingu lengur og yrði hann fyrir ítrekuðum móðgunum. Ekki síst af hendi kvenna.

Þetta virðist hafa valdið því að hatur Mutsuo á þorpsbúum jókst jafnt og þétt.

Í bréfinu tekur hann þó fram að hann hafi ekki hatað ömmu sína, þvert á móti hafi hann elskað hana út af lífinu, en hafi ekki getað hugsað sér að skilja hana eftir á lífi með þann stimpil að vera amma morðingja. Væri hún betur komin látin.

Fjöldamorðin höfðu skelfileg áhrif en Mutsuo myrti næstum helming íbúa þorpsins og var yngsta fórnarlamb hans aðeins fimm ára gamalt.

Enn þann dag í dag er þetta ein mannskæðasta árás eins manns í sögu Japans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram