fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Veit ekki hvorn hún á að velja – Gifta yfirmanninn sem veitir henni stöðuhækkanir eða sæta samstarfsfélagann

Fókus
Laugardaginn 1. júlí 2023 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í hvert skipti sem ég reyni að slíta sambandinu mínu við gifta yfirmann minn þá veitir hann mér stöðuhækkun eða einhver fríðindi.“

Svona hefst bréf 28 ára konu til sambands- og kynlífsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

Hún vinnur í banka og hefur undanfarið ár verið að halda við giftan yfirmann sinn, sem er 36 ára.

„Kynlífið okkar er frábært og okkur kemur mjög vel saman, en ég veit að ég er að sóa tíma mínum,“ segir hún.

„Hann er í íbúð í borginni á virkum dögum en fer til fjölskyldu sinnar um helgar, en eiginkona hans vill ekki flytja í borgina […] Hann elskar ekki eiginkonu sína en mun aldrei fara frá henni því þau eiga saman ellefu ára dóttur.“

Konan hefur reynt að slíta sambandinu. „Fyrst þegar ég reyndi þá veitti hann mér stöðuhækkun. Seinna skiptið þá planaði hann helgarferð fyrir mig og vinkonur mínar í spa og í þriðja skipti setti hann mig á leigubílareikning fyrirtækisins.“

Það er annar maður í spilinu. „Það er annar maður í vinnunni sem hefur áhuga á mér. Hann er 29 ára og við höfum farið á nokkur stefnumót. Hann er sætur og vill láta reyna á samband með mér. Hvorn ætti ég að velja?“

Deidre svarar

„Þú veist að ég mun aldrei ráðleggja þér: „Veldu gifta elskhugann.“ Sá maður er ekki í boði. Þú ert þegar búin að átta þig á því að hann sé ekki að fara frá eiginkonu sinni, þannig þetta samband er dautt. Vinnufríðindin borga sig ekki og þú ættir að slíta þessu,“ segir hún.

„Gefðu þér sjálfri rými til að finna út hvað þig langar að gera, ekki drífa þig í annað samband.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“