Guðmundur Birkir Pálmason, kallaður Gummi Kíró, og Vignir Þór Bollason, sameina kírópraktorstofur sínar.
Stofa Gumma Kíró, Kírópraktorstöð Reykjavíkur, mun sameinast stofu Vignis, Líf Kírópraktík, sem er til húsa í Hlíðasmáranum í Kópavogi.
Gummi Kíró greindi frá þessu á Instagram og sagði að samstarfið muni hefjast í byrjun september.
„Það hefur verið draumur okkar beggja að starfa aftur saman og loksins gafst tækifærið. Okkur hlakkar til að taka á móti ykkur í hlíðarsmáranum, kópavogi í byrjun september,“ segir hann.
Líf Kírópraktík er með stofur í Kópavogi, Selfossi, Egilsstöðum og Grundarfirði.
View this post on Instagram