Það kemur mörgum á óvart að heyra að hún sé bifvélavirki en eins og fylgjendur hennar á Instagram vita þá hefur hún mikinn áhuga á bílum.
„Ég hef rosalegan áhuga á bílum, ég elska bíla, elska mótorhjól. Elska allt með power. Það var eitt af aðaláhugasviðum mínum en í dag er þetta meiri fylgihlutur,“ segir hún.
Nýlega filmaði hún bílinn sinn, af gerðinni Mercedes Benz, bleikan og hefur hann vakið mikla athygli.
Aðspurð hvort það sé eitthvað meira sem komi fólki á óvart við hana segir hún:
„Það kemur þeim oftast á óvart hvað ég er opin og næs.“
Hún ræðir þetta nánar í myndbandinu hér að ofan.
Saga B var gestur í Fókus, lífsstílsþætti DV. Það má horfa á þáttinn í heild sinni hér, einnig er hægt að nálgast hann á Spotify og Sjónvarpi Símans.