Björn Grétar er tveggja barna faðir og eiginmaður. Hann stofnaði Pabbalífið sumarið 2021 og hefur síðan þá aflað sér mikilla vinsælda á miðlinum, hann er með tæplega 11 þúsund fylgjendur á Instagram.
Hann bað fylgjendur um að deila með sér sögum af vandræðalegum atvikum tengdum börnum þeirra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og er erfitt að segja hvaða saga er vandræðalegust, allt frekar pínlegar aðstæður sem þessir foreldrar lentu í.
„Þriggja ára barnið mitt að hlaupa út um allt með grindabotnskúlurnar á lofti,“ sagði ein.
Önnur móðir sagði:
„Í miðju barnaafmæli fyrir dóttur mína, þá fimm ára, kom hún hlaupandi út úr herberginu mínu með dildóinn minn upp við ennið sitt og gargaði: „ÉG ER EINHYRNINGUR!““
Eitt foreldri þurfti að hringja á aðstoð. „Ég þurfti að hringja á lögguna til að losa handjárn sem sonurinn fann og festi á sér,“ sagði foreldrið og bætti við að það hafi ekki verið neinn lykill.
„Dóttir mín mætti með snípsuguna mína á andlitinu, hún hélt að þetta væri húðhreinsitæki,“ sagði ein móðir.
„Opna hurðina á almenningsklósetti á meðan ég var enn að pissa,“ sagði ein en það eru örugglega einhverjir foreldrar sem hafa upplifað sömu martröð.
„Í miðjum samförum hlammaði fjórtán ára unglingurinn sér upp í rúmið okkar til að hlaða símann sinn,“ sagði eitt foreldri og virtist Björn Grétar skelfingu lostinn á svip við að heyra þessa sögu.
Fylgstu með Pabbalífinu á Instagram.