Undanfarnar vikur hafa reynst honum erfiðar og er hann á leið í meðferð vegna áfallastreituröskunar og jaðar-persónuleikaröskunar, samkvæmt heimildum Page Six og TMZ.
Fyrir rúmlega viku síðan var Davidson ákærður fyrir glæfraakstur í tengslum við bílslys sem átti sér stað í Los Angeles í mars á þessu ári. Grínistinn keyrði bifreið sína inn í hús í Beverly Hills en sem betur fer slasaðist enginn. Hann verður dreginn fyrir dóm þann 27. júlí næstkomandi.
Hann hefur alla tíð verið opinn um andlega heilsu sína. Hann opnaði sig fyrst um jaðar-persónuleikaröskunina í viðtali árið 2017, en hann fór í geðheilsumeðferð ári áður. Hann fór einnig í meðferð árið 2020 eftir að sambandi hans og fyrirsætunnar Kaiu Gerber lauk. Árið 2022 gekkst hann undir áfallameðferð eftir að rapparinn Kanye West tók hann harkalega fyrir á samfélagsmiðlum fyrir að vera með fyrrverandi eiginkonu sinni, raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian. Davidson og Kardashian hættu saman í ágúst 2022 eftir níu mánaða samband.