Söngkonan Madonna var lögð inn á gjörgæsludeild sjúkrahúss um helgina vegna alvarlegrar bakteríusýkingar, en söngkonan er nú á batavegi.
Madonna hefur frestað tónleikaferð sinni, sem ber heitið Celebration, vegna veikindanna. Tónleikaferðin sem samandstendur af 84 tónleikum víðs vegar um heim átti að hefjast í Vancouver í Kanada um miðjan júlí og ljúka 30. janúar í Mexíkó.
Talsmaður Madonnu segir í yfirlýsingu sem birt var á samfélagsmiðlum að búist sé við að söngkonan nái sér að fullu og vonast hún til að stíga á svið sem fyrst.