Það var öll til tjaldað í Sambíóunum Kringlunni og frægðarsólin skein skært við forsýningu Indiana Jones and the Dial of Destiny á mánudagskvöldið. Þegar Harrison Ford er annars vegar þá láta íslensku stjörnurnar sig sko ekki vanta en það kom bersýnilega í ljós í gær en meðan frumsýningargesta voru Ingvar E. Sigurðsson og Gísli Örn Garðarsson leikarar, Högni Egilsson tónlistarmaður betur þekktur sem Högni Hjaltalín, Hannes Þór Halldórsson vítabani og leikstjóri, Lil Curly og Alex from Iceland samfélagsmiðlastjörnur, DJ Dóra Júlía, Birgitta Líf, DJ Danni Deluxe, Tommi Steindórs, Björn Ingi fjölmiðlamaður, Árni Samúelsson „bíó kóngur“ og fleiri góðir gestir.
Með svona stjörnuprýddan gestalista var vel við hæfi að frumsýna nýjustu Indiana Jones myndina í nýjasta og einum alglæsilegasta lúxussal landsins; Ásberg í Sambíóunum Kringlunni. Ásbergssalur hefur að mörgu leiti sett ný viðmið þegar kemur að kvikmyndaupplifun hér á landi og eru sætin, mynd og Atmos-hljómgæði með því allra besta sem gerist á Íslandi og þótt víðar væri leitað.
Eftir frumsýningu voru bíógestir hæst ánægðir með myndina og langflestir á því að þetta sé ein af betri Indiana Jones myndunum sem fólk verður að sjá í bíó. Allir voru þó á því máli að Harrison Ford hafi sjaldan verið jafn sprækur á skjánum og alls ekki að sjá að kappinn haldi upp á 81 árs afmæli sitt í júlí.
Sjáðu myndir frá frumsýningunni hér að neðan.
Myndir/Mummi Lú