fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kom upp um Kim Kardashian – Sérð þú muninn á myndunum?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2023 09:59

Kim Kardashian. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er þekkt fyrir að breyta myndum sínum áður en þær rata á samfélagsmiðla. Hún hefur lent í mörgum skandölum í gegnum tíðina fyrir myndvinnslu og verið sökuð fyrir að viðhalda óraunhæfum fegurðarstöðlum samfélagsins og ýta undir lélegt sjálfsálit ungra kvenna.

Hver man ekki eftir því þegar hún fjarlægði sjalvöðva (e. trapezius) í kringum háls og öxl fyrir mynd.

Kim Kardashian lét fjarlægja heilan vöðva fyrir mynd.

Nú hefur hún verið enn og aftur gripin glóðvolg við að breyta mynd í forriti eins og FaceTune eða Photoshop.

Instagram-síðan Problematic Fame vekur athygli á muninum á raunveruleikanum og samfélagsmiðlunum og hvernig Instagram getur haft áhrif á fegurðarstaðla samfélagsins. Síðan birtir reglulega myndir sem stjörnurnar birta sjálfar á samfélagsmiðlum og ber þær saman við upprunalegu myndirnar.

Átti við myndina

Kim Kardashian mætti á tískusýningu Louis Vuitton í París í síðustu viku og birti myndir frá kvöldinu á Instagram.

Problematic Fame kom upp um myndvinnslu Kardashian og setti saman tvær myndir, önnur myndin er af Instagram-síðu raunveruleikastjörnunnar og hin myndin er upprunalega myndin frá Getty Images, sem ekkert er búið að eiga við.

Sérðu muninn á myndunum?

Eins og sjá má hér að neðan breytti Kardashian ýmsu við myndina. Hún minnkaði kjálkann, mittið, upphandlegg og slétti húðina.

Raunveruleikastjarnan var harðlega gagnrýnd í athugasemdum við færsluna. Hún er með rúmlega 360 milljónir fylgjenda á Instagram.

„Hún hefur haft áhrif á sjálfsmynd heillar kynslóðar ungra stúlkna og kvenna, hún hefur gert það með blekkingu og lygum og er enn að því!“ segir einn netverji.

„Ímyndaðu þér að eyða öllum þessum pening í fegrunaraðgerðir, öllum þessum tíma í megrun og í ræktinni, en þú ert SAMT ekki ánægð með þig sjálfa,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram