fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kaffihús möluð í einkunnagjöf – „Þeirra besti staður er fallinn“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2023 19:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffiunnendur vita að það er ekki bara kaffið sem rennur í bollann sem gerir sopann góðan, heldur skiptir bollinn líka máli, umhverfið, bakkelsið ef maður leyfir sér slíkt með bollanum, félagsskapurinn og verðið, taka þarf allt þetta með í reikninginn svo tilfinningin að renna niður kaffisopanum verða sem best. Og þetta á sérstaklega við þegar kaffihús eru heimsótt. 

Þetta veit kaffibrúsakarlinn sem heldur úti Instagram-reikningnum Einn bolla takk. Þegar þetta er skrifað er hann búinn að heimsækja 23 kaffihús, þar af átta á landsbyggðinni.

Einkunnagjöfin er möluð saman og allt tekið með: kaffið, bakkelsið, nafnið, staðsetningin, andrúmsloftið, umhverfið. Einkunnir eru frá 3,5 og upp í 9,0. Eitt kaffihús fær 8,0 í einkunn, fjögur fá 8,5 í einkunn og tvö fá hæstu einkunn eða 9,0. 

Lundahola fær lægstu einkunn

Það er Eldstó Art Café & Restaurant á Hvolsvelli sem fær falleinkunn hjá Kaffibrúsakarlinum eða 3,5 í einkunn. Segir kaffibrúsakarlinn að um lundagildru sé að ræða, eða stað sem ætlaður er til að taka á móti erlendum ferðamönnum, dulbúinn sem krúttlegt keramik listagallerí með heimatilbúnu bakelsi og kærleikskaffi.

„Þetta svokallaða „handmade coffee“ sem þau eru voðalega stolt af, hafði alveg eins getað komið úr kaffivélinni í Byko. Og ætla ekki einu sinni að minnast á hjónabandssæluna sem hjá þeim heitir víst „marriage bliss cake“ því ekkert gert fyrir heimamenn. Ég veit ekki hvort þessu sé viðbjargandi,“ segir í einkunnagjöfinni og segir kaffibrúsakarlinn það eina áhugaverða á staðnum vera keramikið. Tekur hann fram að staðurinn er með 4,5 stjörnu á Tripadvisor, þannig að erlendir ferðamenn virðast elska staðinn. 

„En í mínum bókum er þetta falleinkunn.

Kannski er maturinn hjá þeim góður en mér langar ekki til að komast af því.

👍 Keramik

👎 Lundahola“

Mynd: Skjáskot Instagram

Toppstaður hættur að bjóða upp á kaffi

Tveir staðir fá toppeinkunnina 9,0, Ketilkaffi á Akureyri og Mikki Refur á Hverfisgötu í Reykjavík. Sá síðarnefndni er þó hættur að bjóða upp á kaffi eins og kaffibrúsakarlinn fer yfir í umsögn sinni og staðarhaldari útskýri í svari af hverju ákveðið var að hætta að reka staðinn á kaffinu. Ástæðan? Jú einmitt, helvítis heimsfaraldurinn.

Myndaf Mikka Ref: Skjáskot Instagram

Hávaði frá pústlausum Akureyskum bílaflota er sennilega ástæða þess að Ketilkaffi fær ekki tíu í einkunn.

„Því hér er líka boðið upp á úrvals veitingar og heimilislega þjónustu. Og ekki má gleyma alveg heimsklassa kaffi. Baunir frá Kaffibrugghúsinu og flogið var með kaffidömuna til Skandinavíu og hún skóluð í öllum þeim kaffigerðagöldrum sem til eru. Banvæn blanda.

Svoldið mikil áhersla er lögð á mat hjá þeim, sem lítar aðeins kaffihúsastemminguna.

En ekki það að ég sé að kvarta, hádegismaturinn var góður.

Hvað gerir kaffihús af veitingarstað og öfugt? 🤷

En sitjandi fyrir utan Kaupvangsstræti. Velti ég fyrir mig hvort það sé skortur á pústverkstæðum á Akureyri. Eða bara er það lenskan að vera með ónýtt púst fyrir norðan heiðar.

Einkunn 9.0 🎉

👍 Staðsetning & Kaffi

👎 Hávaði frá pústlausum Akureyrskum bílaflota“

Mynd af Ketilkaffi: Skjáskot Instagram

Ekki lengur vin í auðn Kópavogs

Það er skemmst frá því að segja að kaffihús sem kaffibrúsakarlinn gefur þriðju hæstu einkunnina er búið að loka, Reykjavík Roaster sem rekinn var í Gerðarsafni í Kópavogi. 

„Í síðustu viku varð Kópavogur fyrir miklum missi. Þeirra besti staður er fallinn. Rekstur sem hefur líklega verið dauðadæmdur frá upphafi, en sagan er ekki sköpuð af raunsæis fólki,“ skrifar kaffiunnandinn 9. janúar. 

„Þess háttar rekstur er næstum ómögulegur ef heimamenn sækja ekki í þennan gullmola. Eðal kaffi fyrir nýja tíma sem Kópavogur segist stefna í, ef ekki þá eiga þeir bara skilið Te & Kaffi sullið sem er nokkrum metrum frá.

Ég kveð þá vin minn til tveggja ára og bíð spenntur eftir því hver tekur við.

Einkunn 8.5

👍 Umhverfi

👎 Bakkelsi“

Mynd: Skjáskot Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“