fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

„Misnotkunin setti líkamann í algjört ójafnvægi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. júní 2023 10:30

Guðrún Bergmann Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Bergmann glímdi við heilsuleysi um árabil eftir að hafa verið misnotuð sem barn. Guðrún, sem er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar, segist hafa fengið magasár aðeins 10 ára gömul og læknarnir hafi greint hana með ímyndunarveiki:

Ég var alltaf að leita hvað væri að mér og það gekk svo langt að læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki út af öllum einkennunum. En ég vissi að það væri ekki mín leið að taka mikið af lyfjum af því að ég hafði horft á það hafa slæm áhrif á fólk í kringum mig. En einkennin voru oft mjög þrálát, hvort sem það voru sýkingar eða vandræði í meltingu eða verkir. Það var ekki fyrr en eftir langa vegferð að ég gerði loksins þá tengingu að misnotkun sem ég varð fyrir sem barn hafi spilað inn í. Ég sé núna að það bjó til mikinn kvíða og setti líkamann úr jafnvægi. Ég fékk magasár þegar ég var 10 ára, sem þótti með eindæmum og eftir það átti ég í miklu basli með meltinguna í mörg ár. Ég var í miklu basli með taugakerfið í fleiri fleiri ár.”

Guðrún hefur á löngum ferli haldið mikinn fjölda námskeiða og skrifað tuttugu bækur, sú nýjasta heitir Leið Hjartans og fjallar um kærleika og umskiptingar sem eru í gangi í heiminum að sögn Guðrúnar:

Það fyrsta sem við þurfum að gera er að læra að elska okkur sjálf. Við höfum flest verið að gefa af hálftómum tanki af því að það kenndi okkur enginn að elska okkur sjálf. Við verðum að geta það til þess að geta gefið af okkur til annarra. Við búum á tímum þar sem hefur aldrei verið mikilvægara að hlúa vel að okkur. Við þurfum flest mikið á því að halda að kyrra hugann reglulega, með því að hugleiða eða ná ró með einhverjum hætti. Það hvernig við sofum og borðum skiptir miklu máli. Við erum í rauninni að fara í gegnum framþróun og uppfærslu sem líkamar í þessu lífi og getum ekki lokað augum og eyrum lengur. Ég veit að margir halda að það sé bara bull að halda slíku fram, en ég er vön því að tala um hluti áður en þeir verða mainstream”. Hlutir eins og sjálbær samfélög, yoga, hugleiðsla, meðvirkni og fleira eru hlutir sem ég var að tala um löngu áður en það þótti normal.”

Guðrún hefur lengi verið óhrædd við að tjá skoðanir sem ganga gegn meginstraumnum og segir það mikilvægt að fólk hafi hugrekki til að segja sinn sannleika.

,,Allir verða að fá að velja sína leið og enginn ætti að reyna að pína fólk til að fara aðra leið en það velur. En það hefur aldrei verið mikilvægara að velja í meðvitund heldur en núna. Það eru órólegir tímar í gangi í heiminum þar sem stjórnvöld og önnur öfl eru farin að grípa meira inn í líf fólks. COVID-tímabilið sýndi okkur hluti sem ættu að fá okkur til að vera enn gagnrýnni í hugsun en áður. Fyrir ekki svo löngu voru þeir sem töluðu um það sem er að gerast í Davos og hjá World Economic Forum kallaðir samsærisfólk, en nú er margt af þessu orðið opinbert og liggur beinlínis fyrir. Það er verið að ljóstra upp hlutum sem hafa verið í felum lengi og nú er ekki lengur hægt að loka bara augunum. Við höfum verið stödd í Truman-Show, en núna eru tjöldin að falla og fólk að opna augun fyrir því sem er að gerast.”

Þegar Guðrún er spurð um hluti sem margir efast um segist hún ekki eiga annað val en að tjá sinn sannleika eftir hluti sem hún segist hafa upplifað, meðal annars þegar eignmaður hennar lést:

„Við erum andleg vera í efnislegum líkama. Það er andinn sem fer þegar fólk deyr, ekki líkaminn. Hann verður eftir. Þetta sá ég þegar maðurinn minn dó. Hann dó heima og hálftíma eftir að hann var dáinn sá ég að andinn var farinn. Hann leit út eins og Gulli, en var ekki Gulli. Andinn var farinn úr skrokknum. Andinn var það sem bjó til allt í þessum líkama, enda talaði hann sjálfur um að hann væri ekki þetta farartæki sem hann var í, heldur andi. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðrúnu og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Í gær

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn