fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Nýtt verkefni Ragnhildar Steinunnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. maí 2023 14:25

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin  Ragn­hildur Steinunn Jóns­dóttir fjöl­miðla­kona og Haukur Ingi Guðna­son sálfræðingur festu nýlega kaup á versluninni DUXIANA í Ármúla, ásamt vinahjónum sínum, Martina Vig­dísi Nardini lækni og Jóni Helga Er­lends­syni fram­kvæmda­stjóra.

„DUXIANA er þekktust fyrir há­gæða DUX rúm, sængur, rúm­föt og hús­gögn og hefur verslunin verið rekin í 42 far­sæl ár af hjónunum Rúnari Jóns­syni og Elsu Ólafs­dóttur, heitinni. Nýir eig­endur taka við versluninni í dag en form­leg opnun, með auknu vöru­úr­vali, verður á haust­mánuðum. DUXIANA vöru­merkið hlaut á síðasta ári út­nefningu For­bes ferða­hand­bókar fyrir fram­úr­skarandi gæði. Yfir 150 af bestu hótelum heims reiða sig á fyrsta flokks gæði DUX-rúma, þar á meðal sjö stjörnu hótelið Burj Al Arab í Dubai,“ segir í frétta­til­kynningu.

Hjónin Martina Vig­dís Nardini og Jón Helgi Er­lends­son á­samt hjónunum Hauki Inga Guðna­syni og Ragn­hildi Steinunni Jóns­dóttur. Mynd: Íris Dögg Einars­dóttir

Nýir eig­endur taka einnig við rekstri verslunarinnar Gegnum glerið sem selur ítölsk hús­gögn og inn­réttingar frá Mol­teni&C, danskt lín frá Georg Jen­sen Damask, vörur frá þýska vöru­merkinu Lambert auk annarra merkja.

,,Við erum full til­hlökkunar að taka við keflinu og setja svip okkar á þjónustuna og vöru­úr­valið. Við erum spennt að hitta alla þá tryggu við­skipta­vini sem hafa verslað hjá Elsu og Rúnari til fjölda ára auk þess sem við getum ekki beðið eftir að kynna þessar há­gæða vörur fyrir nýjum við­skipta­vinum. Við þekkjum sjálf til gæða DUX rúmanna og sjáum mikil tæki­færi í vöru­merkinu, ekki bara gagn­vart ein­stak­lingum heldur líka fyrir­tækjum sem eru að taka móti auknum fjölda ferða­manna með stöðugt meiri kröfur til gæða­svefns á ferða­lögum,” segir Haukur Ingi.

Eigendur, sem eiga börn á öllum aldri, ætla að fylgja fjöl­skyldu­vænni stefnu þegar kemur að opnunar­tíma sér­verslana og hafa opið til kl. 17 á virkum dögum. Í haust verður nýjung í boði þar sem við­skipta­vinum gefst kostur á að bóka tíma í ráð­gjöf og skoðun í gegnum Noona appið eða með því að senda tölvu­póst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“