fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

HAF STUDIO hjónin selja sögufrægt hús

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. maí 2023 09:00

Hafsteinn og Karítas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnunarhjónin Haf­steinn Júlí­us­son og Ka­ritas Sveins­dótt­ir, sem eiga og reka HAF STUDIO og HAF STORE hafa sett glæsi­legt einbýlishús sitt við Laufásveg 25 á sölu. Húsið er sögufrægt hús í hjarta miðbæjarins, 199 fm hús á tveimur hæðum með geymslulofti og bílskúr. Húsið var byggt árið 1916 af Ein­ari Arn­órs­syni ráðherra. Nóbelsskáldið Hall­dór Lax­ness bjó í húsinu á ár­un­um 1930-1939 en á þeim árum skrifaði hann Heims­ljós, Sölku Völku og Sjálf­stætt fólk. 

Á fyrstu hæð er forstofa, hol, rúmgóðar stofur, borðstofa og eldhús. Tveir inngangar eru á aðalhæðinni, aðalinngangur en einnig inngangur þar sem komið er beint inn úr bakgarði í eldhúsið, Þingholtsstrætis megin. Á efri hæðinni er svefnherbergisgangur, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Einnig eru rúmgóðar svalir á hæðinni, til norðurs og einkar gott geymsluloft. Bílskúr er á lóð með aðgengi frá Þingholtsstræti, er hann skráður 25,6 fm. 

Hjón­in hönnuðu all­ar inn­rétt­ing­ar í húsið og í eldhúsinu eru eikarfrontar frá HAF STUDIO á eldhúsinnréttingunni. Einstakur ítalskur marmari er á borðum og á vegg við eldavél. Í hús­inu eru skrautlist­ar og ró­sett­ur.

Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga
Mynd: Adela Auriga

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu