fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Þetta er ástæðan fyrir því að Emily Watson hefur ekki leikið í mynd eða þætti í fimm ár

Fókus
Sunnudaginn 14. maí 2023 07:30

Emma Watson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Emma Watson, sem öðlaðist heimsfrægð í hlutverki Hermoine Granger í Harry Potter-sagnabálkinum, hefur ekki sést á hvíta tjaldinu í fimm ár eða síðan hún fór með hlutverk í kvikmyndinni Little Women árið 2018.

Watson hefur látið til sín taka varðandi ýmis pólitísk og samfélagsleg málefni síðan og hélt meðal annars ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna um öryggi kvenna fyrir ekki svo löngu.

Í viðtali við Financial Times greinir Watson frá því að ástæða fjarverunnar sé að hún sé orðinn þreytt á kvikmyndaiðnaðinum og hafi liðið eins og hún væri föst í einhverskonar búri.

„Það sem mér fannst erfiðast var að stíga fram opinberlega og reyna að selja eitthvað sem ég hafði enga stjórn á hvernig leit út. Það var erfitt að vera andlit og talskona einhvers sem ég átti lítinn sem engan þátt að skapa,“ sagði Watson.

„Það var mjög pirrandi að vera dregin til ábyrgðar fyrir eitthvað sem ég gat ekki svarað fyrir. Ég fór að átta mig á því að mig langaði til að standa fyrir framan hluti þar sem að ef einhver gagnrýndi mig þá gat ég sagt „já, ég klúðraði þessu en það var mín ákvörðun og ég hefði átt að gera betur“,“ sagði leikkona.

Hún lýsti því þó ekki yfir að ferillinn á hvíta tjaldinu væri kominn á endastöð þannig að aðdáendur hennar eygja enn von.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Í gær

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“