fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Þegar aðalskonurnar fór naktar í einvígi út af deilum um blómaskreytingar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 8. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öldum áður þótti það fullkomlega eðlileg leið fyrir karlmenn að útkljá deilur sínar með einvígum. En það voru ekki einungis karlmenn meðal hærri settra þjóðfélagsþegna sem stunduðu einvígi, það kom einnig fyrir að hefðarkonur gripu til slíks, þótt það væri mun sjaldgæfara.

Eitt þekktasta einvígi aðalskvenna átti sér stað árið 1892 milli greifynjunnar Anastasiu Kielmanssegg og prinsessunnar Pauline von Metternich.

Barist um blómaskreytingar

Það er einna helst tvennt sem gerir einvígið afar áhugavert.

Annars vegar er ástæðan, en það var háð vegna deilu um blómaskreytingar og hins vegar að aðalskonurnar börðust naktar að ofan. 

Konur höfðu áður háð skylmingar naktar en aldrei dömur af slíkum háaðli.

Reyndar hafði það gerst áður að konur gengu til hólmgöngu naktar en það sem þótti tíðindum sæta var að ekki aðeins voru það konur af háaðli sem börðust heldur voru allir viðstaddir einnig konur. Hefð var fyrir að hólmgöngumaður hefði við hlið sér aðstoðarmann (eða í þessu tilfelli konu) auk þess sem læknir var ávallt viðstaddur og var læknirinn jú einnig kona. Svo og dómarinn. 

Og allar voru þær naktar að ofan,

Slíkt hafði aldrei gerst áður. 

Það er reyndar ekki einhugur meðal heimildarmanna um hvort að aðstoðarkonur, dómari og læknir hafi einnig rifið sig úr en sú útgáfa er  óneitanlega mun skemmtilegri.

Pauline prinsessa.

Eitt bláasta blóð Evrópu

Báðar voru greifynjan og prinsessan þekktar í samkvæmislífi Evrópu og af fínustu ættum, og þá sérstaklega Pauline prinsessa. Í æðum hennar rann eitt bláasta blóð Evrópu. Hún studdi listir, og máluðu meðal annars listamenn á borð við Degas og Boudin portrettmyndir af henni, auk þess sem Pauline var leiðandi í hátísku álfunnar. Hún var einnig í innsta koppi tónlistarsenu þessa tíma og til að mynda náin vinkona tónskáldsins Richard Wagner. 

Pauline var á fimmtugsaldri þegar einvígið átti sér stað og Anastasia um 20 árum yngri. 

Anastasia greifynja var einnig leiðandi í tísku og stíl og báðar voru dömurnar það ákveðnar um hvað væri lekkert og frambærilegt í blómum og hvað ekki, að þær voru tilbúnar að deyja fyrir þá skoðun sína. Kannski ekki deyja, en koma skoðun sinni ærlega á framfæri.

Deilan var sem fyrr segir um blómaskreytingar.

Anastasia greyfynja.

Báðar dömurnar sátu í blómaskreytinganefnd hinnar ofurfínu, árlegu Tónlistar- og leiksýning Vínarborgar en gátu ómögulega komið sér saman um hvaða blóm eða liti skyldi velja það árið. 

En reyndar má við þetta bæta að það var eitt sem báðar aðalskonurnar voru hjartanlega sammála um: Þær voru báðar framarlega í kvenréttindabaráttu sinnar samtíðar og töldu ekkert því til fyrirstöðu að kvenmenn stunduðu einvígi, líkt og karlmenn. 

Sem endaði með hólmgöngu. 

Mynd frá sjálfu einvíginu.

Læknirinn krafðist nektar

Læknirinn sem beðin var um að vera viðstaddur var barónessa að nafni Lubinska sem hafði ekki bara gráðu úr virstustu læknaakademíum Evrópu heldur hafði hún starfað á stríðssvæðum og séð skelfileg sár og sýkingar sem af þeim gátu leitt. 

Krafðist því barónessan að konurnar skyldu skylmast naktar að ofan til að tryggja að öll sár sæjust samstundis svo unnt væri að sinna þeim. 

Það kemur kannski ekki á óvart að fréttin af einvíginu fór sem eldur um sinu og höfðu sérstaklega karlmenn töluverðan áhuga á að vera viðstaddir. 

En slíkt var bannað með öllu og svæðið girt rækilega af, bæði körlum og konum. 

Báðar dömurnar gengur ákaflega dannaðar til hólmgöngunnar, áhuginn á réttri blómaskreytingu var ekki það eldheitur að þær hefðu nokkurn hug á að slasa hina að ráði, hvað þá verða andstæðingi sínu í blómastríðinu að bana. 

Paulina fékk sár á nefið en Anastasia á handlegginn svo um jafntefli var að ræða.

Svo fór að Pauline prinsessa fékk lítinn skurð á nefið en Anastasia fékk grunna stungu í handlegg. Barónessan gekk hratt til verks, hreinsaði og batt um sárin og urðu engin varanleg meiðsl á hvorugri kvennanna. 

Báðar gengu þær stoltar frá einvíginu, það hafði endað með jafntefli sem þýddi að báðar héldu þær heiðri sínum að fullu. 

En upplýsingar um hvaða blómaskreytingar enduðu á borðum Tónlistar- og leiksýning Vínarborgar það árið hafa því miður glatast i sögunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?