Tónlistarkonan Taylor Swift hætti nýlega með kærasta sínum til sex ára, leikaranum Joe Alwyn. Ekki hefur hún látið það aftra sér frá því að finna ástina að nýju, ef marka má frétt PageSix þar sem segir að tónlistarkonan sé yfir sig ástfangin af nýjum kærasta sínum, tónlistarmanninum Matt Healy úr hljómsveitinni 1975.
Heimildarmenn PageSix segja að þau Taylor og Matt séu klikkað ástfangin þrátt fyrir að hafa aðeins verið saman í um tvo mánuði.
„Þetta er mjög nýtt, en þeim finnst þetta rétt. Þau voru fyrst saman, í stuttan tíma, fyrir næstum tíu árum síðan en þá var tímasetningin röng,“ sagði heimildarmaðurinn.
View this post on Instagram
Það er varla mánuður síðan greint var frá því að Taylor og Joe væru hætt saman, en þau munu þó í rauninni hafa slitið samvistum í febrúar svo aðdáendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Matt hafi spilað hlutverk í sambandsslitunum.
Jafnvel er talið að Taylor muni opinbera nýja sambandið um helgina á tónleikum sínum í Nashville. Hún er sem stendur á tónleikakferðalagi en er sögð varla geta beðið þess að ná að hitta Matt aftur. Þetta samband muni líka ekki eiga sér stað bak við luktar dyr, líkt og samband Taylor og Joe sem varla ræddu um hvort annað í viðtölum og sáust sjaldan saman á formlegum viðburðum.
Munu Taylor og Matt hafa verið vinir árum saman síðan þau reyndu stuttlega að vera par fyrir tæpum áratug. Hann vann með henni að nýjustu plötu hennar, Midnights, þó að ekkert af lögunum sem þau unnu saman hafi svo endað á að vera útgefið.
Matt var áður í sambandi með FKA Twigs, en þau hættu saman á síðasta ári eftir þriggja ára samband.
@plowrong♬ original sound – Plowrong
Matt stundaði það reglulega að kyssa aðdáendur á tónleikum sínum. Í janúar greindi hann þó frá því að hann ætlaði ekki að gera það lengur og tók fram að hann ætlaði „ekki að kyssa neinn fyrir framan Taylor Swift. Sýnið smá virðingu. Ekki fyrir framan drottninguna“
View this post on Instagram