fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Missti þrettán börn og taldi sig bölvaða: Var viss um að eina leiðin að halda syni sínum á lífi væri að myrða konur og búa til kökur úr líkamsleifum þeirra

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 3. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en hún varð þekkt sem raðmorðinginn „Sápuframleiðandinn frá Correggio“ var Leonarda Ciaculli hefðbundin ítölsk móðir. Móðir, sem allt vildi gera til að halda syni sínum öryggum, ekki síst í hryllingi seinni heimsstyrjaldar.

Engum hefði dottið í hug að Leonarda myndi myrða þrjár konur og nota líkamsleifar þeirra til framleiðslu á sápu og ítölskum tekökum.

Leonarda Cianciulli fæddist 18. apríl, 1894, í bænum Montella á suðurhluta Ítalíu og frá upphafi var líf hennar litað sorg og missi.

Leonarda á yngri árum.

Óhamingja frá upphafi

Hún virðist hafa verið óhamingjusamt barn og unglingur og gerði tvær sjálfsvígstilraunir áður en hún komst á fullorðinsár. Árið 1917 giftist hún skrifstofumanni að nafni Raffaele Pansardi en hélt hélt því ávallt fram að hjónabandið hefði aldrei átt sér nokkra möguleika.

Sagði hún móður sinni um að kenna, en Leonarda kvað hana hafa lagt bölvun á hjúin á brúðkaupsdaginn, þar sem henni var illa við mannsefni dóttur sinnar. Hafði hún bitið í sig að hún vildi annan tengdason sem Leonarda leit ekki við.

Árið 1927 var Leonarda fangelsuð fyrir fjársvik og eftir að hafa setið af sér dóminn flutti þau hjónin til annars bæjar, Lakedóníu, ekki síst til að forðast pískrið um dóm hennar. Þann 23. júlí 1930 reið yfir gríðarlegur jarðskjálfti á svæðinu, einn sá stærsti í sögu Ítalíu, og voru Leonarda og fjölskylda meðal þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í hamförunum.

Barnamissirinn og spákonan

Leonarda varð 17 sinnum ólétt í hjónabandinu. Hún missti þrisvar fóstur og tíu barna hennar dóu í bernsku.

Sjálfsvígstilraunir, meint bölvun móður hennar, fangelsun, heimilis- og og barnamissir hafa að öllum líkindum endanlega gert það að verkum að Leonarda missti sjónar á raunveruleikanum.

Mynd/Getty

Og það bætti ekki úr skák þegar að hún leitaði til spákonu í von um að fá fréttir af betri framtíð. En spákonan gerði ekkert til að sefa ótta hennar.

„Í hægri hendi þinni sé ég fangelsi,“ sagði spákonan við hana. „Til vinstri, vitfirringahæli. Alls í 33 ár.“

Leonarda hafði gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika og enginn vafi á að barnamissirinn fyllti hana krónísku þunglyndi og sorg. Í dag hefði hún vafalaust fengið viðeigandi hjálp og lyfjameðferð en á þessum árum var ekki um slíkt að ræða.

Þess í stað varð Leonarda heltekin af hjátrú og vænisýki.

Það er vægt til orða tekið að Leonarda hafa ofverndað þau fjögur börn sem lifðu.

Mannfórnir eina leiðin

Guiseppe var elsti sonur Leonördu og hennar uppáhaldsbarn. Þegar að seinni heimsstyrjöldin braust út ákvað hann, eins og margir ungir ítalskir karlmenn á þessum tíma, að skrá sig í herinn. Hann vildi leggja sitt af mörkunum fyrir fósturjörðina.

Leonarda var vægast sagt ekki ánægð með þessa ákvörðun, tilhugsunin um að missa Guiseppe var henni um megn, og fór þar með af stað afar furðuleg, og óhugnanleg, atburðarás.

Leonarda varð þess fullviss að það væri þannig að meint bölvun móður hennar svo og spádómur Rómakonunnar og  því væri aðeins eitt til ráða. Það þyrfti mannfórnir til að halda honum öruggum. Það væri eina leiðin til að halda syni hennar á lífi.

Sem er sérkennileg niðurstaða þar sem Leonarda var strangtrúaður kaþólikki og rómversk-kaþólsk trú bannar mannfórnir sem viðurstyggð frammi fyrir guði.

Það er ómögulegt að segja hvar Leonarda fékk þessu skelfilegu hugmynd.

Fórnarlömbin, Virginia, Faustina og Francesca Clementina,

Saumakonan

Fyrsta fórnarlamb Leonördu var saumakona í bænum, Faustina Setti að nafni. Leonarda bauð Faustinu í heimsókn árið 1939 undir því yfirskini að hún vissi af góðu mannsefni handa henni, vitandi af því að Faustinu var mjög áhugasöm um að ganga í hjónaband. Leonarda lét Faustinu skrifa bréf til fjölskyldu sinnar sinnar og segja að þeim að hafa ekki áhyggjur, hún væri að fara að hitta karlmann er byggi langt í burtu og myndu þau ekki heyra frá henni í langan tíma.

En Faustina fór aldrei að hitta hugsanlegan kærasta. Leonarda setti róandi lyf í vínglas hennar og myrti með öxi þegar Faustina var meðvitundarlaus.

Því næst skar hún líkið í níu hluta og safnaði blóði hennar í skál.

Leonarda átti síðar eftir að lýsa því sem næst gerðist.

„Ég henti bitunum í pott, bætti við sjö kílóum af ætuefni sem ég hafði keypt til að búa til sápu, og hrærði í allri blöndunni þar til bitarnir leystust upp í þykkt, dökkt mauk sem ég hellti í nokkrar fötur og tæmdi í nálægri rotþró.

Ítölsk tekaka

Ég beið eftir blóðið í skálinni þykknaði, þurrkaði það svo í ofni og malaði. Ég blandaði það svo saman við hveiti, sykur, súkkulaði, mjólk, egg og smá smjörlíki og hnoðaði saman. Ég bakaði svo köku úr blöndunni og bauð fjölskyldu og vinum að smakka. Þeim, og mér, þótti kakan svo góð að hún kláraðist.“

Leonarda náði einnig út ævisparnaði Faustinu sem á íslensk gengi í dag væri um 50 þúsund krónur.

Hafði Faustina greitt Leonördu allt sitt í von um eiginmann.

Kennarinn

Þann 5. september 1940 fann Leonarda annað fórnarlamb og hét sú Francesca Clementina Soavi og var barnakennari.  Hún lofaði Francescu góðu starfi við einkakennslu erlendis og líkt og með fyrra fórnarlambið fékk Leonarda Francescu til að skrifa fjölskyldu sinni og vinum bréf um að ekki væri von á henni heim.

Svo endurtók hún leikinn, eitraði fyrir Francescu, myrti með öxi, hlutaði niður, tæmdi úr henni blóðið, henti jukkinu og bakað smákökur. Og aftur var Leonördu hrósað mjög fyrir baksturinn.

Þriðja fórnarlamb hennar varð hins vegar það síðasta.

Bragðgóða söngkonan

Virginia Cacioppo var sópransöngkona sem söng eitt sinni í hinu fræga La Scala óperuhúsi í Mílanó. Leonarda hafði lofað henni að hún væri búin að finna handa henni fyrsta flokks umboðsmann sem varð til þess að Virgina þáði heimboð þann 30. september 1940.

Það fór eins fyrir Virginiu og forverum hennar, nema að einu leiti. Í þetta skiptið henti Leonarda ekki ,,jukkinu“ heldur breytti því sápu sem hún svo seldi.

,,Hún var með hvíta og fallega fitu svo ég bætti í ilmefnum og sauð lengi. Sápan var ilmandi og mjúk eins og þeyttur rjómi.“

Blóðið fór hins vegar í smákökurnar sem fyrr.

,,Kökurnar úr henni voru líka betri en hinar, þessi kona var í alla staði sætari en hinar,“ sagði Leonarda síðar.

Þrátt fyrir að Leonarda Cianciulli hafi talið að hún hafi framið hin fullkomnu morð, var það alrangt.

Aðstandendur fyrri fórnarlambanna tveggja höfðu engar áhyggjur og höfðu látið sér bréfin nægja. En Virginia átti mágkonu sem hafði miklar áhyggjur af hvarfi hennar og lagði engan trúnað á bréfið sem hún fékk. Hún hafði í ofanálag séð Virginiu fara inn á heimi Leonördu kvöldið sem hún hvarf.

Hún fór til lögreglu sem hóf samstundis rannsókn.

Enn má finna margt um glæpina á safni í Róm.

Skelfileg nákvæmni spákonunnar

Í fyrstu neitaði Leonarda öllum ásökunum en þegar að lögregla snéri grun sínum að ástkærum syni hennar, Giuseppe, brotnaði hún saman og viðurkenndi allt.

Réttarhöldin yfir Leonördu stóðu aðeins yfir í nokkra daga. Hún var fundin sek um glæpi sína og fékk 33 ára dóm. Sama endurómaði spádóm Rómakonunnar með skelfilegri nákvæmni: 30 ára fangelsi og þrjú ár á geðveikrahæli.

Þann 15. október 1970 lést Leonarda Cianciulli af völdum heilablóðfalls. Hún var 79 ára.

Líki hennar var skilað til fjölskyldu hennar til greftrunar, en morðvopnin, þar á meðal potturinn sem fórnarlömb hennar voru soðin í, svo og axirnar voru gefin afbrotafræðisafninu í Róm.

Þar eru þau enn þann dag í dag til sýnis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“