Parið, María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors viðskiptastjóri hjá Valitor og hnefaleikakappi keyptu nýlega kaup á íbúð í Hafnarfirði, sem þau ætla að taka í gegn. Vísir greinir frá.
„Lyklaafhending að þríbýli í Hafnarfirði með hraungirtum garði býður eftir okkur. En fyrst eru það framkvæmdir,“ skrifar María Thelma á samfélagsmiðlum og fagnar því að vera ekki leigjandi lengur, en hún losnaði af leigumarkaðnum á sjálfan verkalýðsdeginum. „Og svo komst hún loksins út af leigumarkaðinum á verkalýðsdeginum sjálfum!“
View this post on Instagram
María og Steinar hafa verið saman í rúmt ár, en þau trúlofuðu sig í desember í fyrra, þegar Steinar bað Maríu á göngu í jólaþorpinu í Hafnarfirði.
View this post on Instagram
María útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016 og er þekkt meðal annars fyrir hlutverk hennar í sjónvarpsþáttaröðunum Fangar og Ófærð, hún lék í kvikmyndinni Arctic á móti danska leikaranum Mads Mikkelsen og nýlega lauk sýningum á Íslandsklukkan í Þjóðleikhúsinu þar sem hún fór með hlutverk. Steinar hefur einnig leikið ýmis hlutverk sem áhættuleikari.