Met Gala er einn stærsti tískuviðburður ársins sem tímaritið Vogue stendur fyrir.
Sjá einnig: Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2023
Florence, 27 ára, klæddist dramatískum svörtum og hvítum Valentino kjól með löngum slóða. En það var ekki klæðnaður hennar sem vakti athygli heldur rakað höfuð hennar.
Í gærmorgun var leikkonan með axlasítt ljóst hár en hún rakaði höfuðið stuttu fyrir viðburðinn og klæddist stóru höfuðfati með fjöðrum.