Sophie á tvær dætur með tónlistarmanninum Joe Jonas. Eldri dóttirin er fædd árið 2020 og sú yngri árið 2022.
Hjónin hafa passað upp á öryggi og friðhelgi dætra sinna frá upphafi, þau birta til dæmis engar myndir af þeim á samfélagsmiðlum.
Það kom því aðdáendum leikkonunnar verulega á óvart þegar hún birti myndband af eldri dóttur sinni í Story á Instagram.
Stuttu síðar eyddi hún myndbandinu og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagðist hafa óvart birt það og bað þá netverja sem höfðu vistað myndbandið um að eyða því.