fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Margar unglingsstelpur þora varla út úr húsi nema mikið málaðar – „Það á að banna snjallsíma í grunnskólum”

Fókus
Mánudaginn 1. maí 2023 11:28

Tryggvi Hjaltason er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP, segist eindregið vera þeirrar skoðunar að það eigi að banna snjallsíma í grunnskólum á Íslandi. Tryggvi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir innlegg varðandi snjallsímanotkun ungmenna er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar segir hann ekki lengur hægt að horfa framhjá því að snjallsímar spili risastórt hlutverk í margs kyns vandamálum hjá börnum og unglingum á Íslandi, meðal annars kvíða og óöryggi hjá unglingsstelpum sem þori margar ekki út úr húsi nema stífmálaðar.

Vandamál tengd kvíða og svefni jukust útaf snjallsímum

„Ég er mikill gagnakall og eftir að hafa legið yfir þessu finnst mér niðurstaðan vera orðin talsvert afgerandi. Þegar snjallsíminn byrjar að ryðja sér til rúms á árunum 2011-2013 fara mörg vandamál tengd svefni, kvíða og fleiru að versna til muna. Nú eiga um 99% barna snjallsíma, enda erum við þekkt fyrir að vera mjög fljót að innleiða tæknibreytingar á Íslandi. Hjá drengjum er brottfall úr námi að aukast mikið, stórt hlutfall þeirra getur ekki lesið sér til gagns og ungir karlmenn eru hraðast vaxandi hópur í mikilli örorku. Hjá stelpunum hefur orðið algjör sprenging í kvíða, vanlíðan og svefnvandamálum. Auðvitað er ekki ein skýring á þessu, en það er ekki lengur hægt að horfa framhjá því hvaða hlutverk snjallsímar og samfélagsmiðlar spila í þessarri þróun,” segir Tryggvi, sem er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara að grípa í taumana hratt.

Ein stærsta áskorun samfélagins í dag

„Þetta er ein stærsta áskorun samfélagsins okkar í dag og við verðum að taka þessa umræðu. Eftir að ég byrjaði að tjá mig um þessa hluti opinberlega hef ég talað við mörg hundruð foreldra og ég á enn eftir að hitta eitt foreldri sem er ekki í einhvers konar veseni með snjallsímanotkun barnanna sinna. Þetta eru líklega orðnir 500 foreldrar sem ég hef talað við um þessi mál, þannig að það segir okkur eitthvað. Ég hef líka átt samtöl við tugi skólastjórnenda og mikið af kennurum og núna er ég orðinn 100% sannfærður um það að það eigi bara að banna snjallsíma í skólum. Það er engin ástæða sem vegur nógu þungt á móti kostnaðinum!”

Tryggvi segir að meira að segja krakkarnir sjálfir séu margir á sömu skoðun, ekki síst þeir sem hafa lent í einelti sem tengist snjallsímum.

„Eftir að hafa talað um þetta við svona marga hef ég fengið mikið af sorglegum sögum til mín. Krakkar sem segja sögur af því þar sem er verið að taka myndir af þeim úr laumi og breyta svo myndunum og senda út um allt. Það er á köflum orðin ógnarstjórn af því að það séu símar úti um allt og mikið af börnum og unglingum hafa lent í ömurlegum hlutum tengt myndum af þeim sem hafa farið í dreifingu.”

Festast inni í útlitstengdum algóriþmum

Tryggvi bendir á að heildartíminn sem sé varið í snjallsímum eða á netinu sé líklega vera minna atriði en hvað sé verið að gera.

„Tíminn sem krakkar og unglingar eru á netinu skiptir minna máli en hvað þau eru að gera. Ef það er verið að gera uppbyggilega hluti hefur það allt önnur áhrif en að hanga á samfélagsmiðlum og festast inni í algóriþmakerfi sem getur haft hræðileg áhrif á geðheilsu. Unglingsstelpur sem festast inni í algóriþmum sem eru útlitstengdir og snúast um að allir eigi að líta fullkomlega út og vera í flottum fötum geta lent í miklum vanda. Þú ert kominn inn í samanburðarhagkerfi sem er í raun stanslaust að segja við þig að þú sért ljót og allir aðrir séu fallegri, en ef þú kaupir hitt og þetta eða gerir hluti sé kannski í lagi með þig. Ég veit til þess að það er mikið af unglingsstelpum á Íslandi sem þora varla út úr húsi nema vera mikið málaðar og líða eins og þær passi inn í það sem er verið að segja þeim á netinu. Hjá strákunum er vandamálið svo meira tengt klámi og tölvuleikjum og fíkn tengd því. Sérstaklega eru símatölvuleikirnir margir slæmir, af því að þeir eru hannaðir með fjárhættuspila-algóriþmum sem búa til dópamíneltingaleik sem endar oft í mikilli fíkn. Við verðum að stíga inn í til þess að reyna að snúa þessarri þróun við.”

Tók eigin notkun föstum tökum

Tryggvi segist sjálfur stöðugt þurfa að skoða sjálfan sig þegar kemur að símanotkun og hann ákveði nú að halda helgarnar meira og minna heilagar með fjölskyldunni:

„Ég er blessunarlega umvafinn frábæru fólki og bý í Vestmannaeyjum, þar sem ég er í frábæru samfélagi með allt mitt félagsnet. En annað sem er að gerast almennt sem tengist líka allri þessarri símanotkun er faraldur einmannaleika í hinum vestræna heimi. Samkvæmt rannsóknum átti meðalmanneskjan í New York rúmlega 7 vini mjög góða vini árið 1974. Vini sem þú faðmar og getur sagt frá leyndarmálum. Árið 2014 var þessi tala komin niður í 1,1 vin og líklega er talan því komin undir einn núna. Það sem virðist vera að gerast er að fólk er að skipta út djúpum tengslum fyrir grunntengsl, mikið í gegnum netið. Þetta eru ekki jöfn skipti og þessi einmannaleiki virðist stór breyta í flestu sem snýr að heilsu. Rannsóknir benda til þess að mikill einmannaleiki jafngildi því að reykja 17 sígarettur á dag eða vera í mikilli yfirþyngd. Þetta eru börnin okkar nú að upplifa í auknum mæli, sem er ótrúlega dapurlegt. Það er tímabært að við tökum þetta samtal fyrir alvöru sem samfélag.”

Brot úr viðtalinu

Þáttinn með Tryggva og alla aðra þætti Sölva má nálgast inni á www:solvitryggva.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka