fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Var sagður hafa látist eftir tólftu fegrunaraðgerðina – En var hann einu sinni til?

Fókus
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 16:54

Saint Von Colucci sem líklega var aldrei til

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að kanadíski leikarinn Saint Von Colucci væri látinn eftir að hafa ítrekað gengist undir fegrunaraðgerðir. TMZ greinir nú frá því að líklega sé um blekkingu að ræða og mögulegt sé að umræddur leikari hafi hreinlega aldrei verið til.

Greint var frá því á sunnudag að Von Colucci hefði látið lífið á sjúkrahúsi í Suður-Kóreu þar sem hann gekkst undir fegrunaraðgerðir. Það hafi verið Daily Mail sem greindi fyrst frá og vitnaði til aðila sem sagðist talsmaður leikarans. Sá sagði að leikarinn hefði farið í aðgerðirnar til að reyna að líta út eins og stjarnan Jimin í vinsælu strákasveitinni BTS, en leikarinn hafi viljað leika Jimin í væntanlegum kóreskum þáttum sem ættu að kallast Pretty Lies. Hafi leikarinn látið breyta á sér kjálkanum, nefinu, farið í andlitslyftingu, látið minnka varir, lyft augabrúnum sem og augum.

Þetta mun samt, samkvæmt TMZ, allt vera lygi. Von Colucci sé ekki raunveruleg manneskja.

iHeartRadio greinir frá því að miðillinn hafi afsannað frétta DailyMail og hafi breski miðillinn brugðist við með því að fjarlægja frétt sína, án þess að gefa á því nokkra skýringu. Blaðamaðurinn Raphael Rashid vakti líka athygli á málinu á Twitter þar sem hann sagði að nú væri kominn upp tímabil frétta sem eru framleiddar af gervigreind. Þetta sé í alvörunni að gerast og séu afleiðingarnar af því alvarlegar, sérstaklega fyrir fjölmiðlafólk. Ef hver sem er geti nú búið til sannfærandi fréttir og myndir með, hvernig geti fólk þá treyst nokkru sem þeir lesi á netinu.

„Hvernig er hægt að aðskilja sannleikann frá skáldskapnum, sérstaklega þegar gerviefnið er orðið svona sannfærandi.“

Lesendur hafi ekki tíma eða orkuna til að kanna hvort allt sem þeir lesi standist skoðun. Því þurfi þeir að treysta blaðamönnum og fjölmiðlum til að taka verkið að sér. Blaðamenn þurfi því að gæta þess að staðfesta þær upplýsingar sem þeir berast, afsanna falskar fréttir, gæta að nákvæmni og taka ábyrgð. Slíkt verði ekki auðvelt, en sé þó nauðsynlegt. Blaðamenn séu nú þegar að glíma við alls konar áskoranir, þar á meðal aukna tortryggni, þrýsting frá stjórnvöldum og svo ritskoðun. Fréttir framleiddar af gervigreind auki á þetta flækjustig. Í þessu tilviki hafi fyrir og eftirmyndirnar af meinta leikaranum vakið áhuga blaðamanna þar sem slíkar fréttir séu líklegar til vinsælda. Fjölmiðlar hafi fallið fyrir þessu því þeir vildu trúa því að þetta væri satt. Hugmyndin að einhver erlendur maður hafi gengist undir bilað mikið af fegrunaraðgerðum til að líkjast fyrirmynd sinni, en dáið í kjölfarið hafi verið saga sem gæti höfðað til lesenda. Þetta hefði verið frétt sem gæti framkallað smelli.

Ekki sé víst hvernig sagan fór á flug. Mögulega var þar einhver á ferðinni í leit að athygli eða sem vildi ráðskast með fjölmiðla. Mögulega sé þetta tilraun til að dreifa falsfréttum. Það sé því nauðsynlegt að huga að staðreyndunum og sannleikanum, annars sé verið að gefa hverjum sem er valdið til að ráðskast með álit almennings með aðeins fáeinum smellum.

Fókus féll vissulega í þessa gryfju og fjallaði um leikarann unga og andlát hans, sem er umhugunarvert. Biðjum við lesendur afsökunar og munum gæta að vinnubrögðunum í framtíðinni. Mistök eru til þess að læra af þeim, þó stundum séu þau neyðarleg.

Á þessum þræði rekur Rashid málið ítarlega. Hann kannaði með umboðsstofuna sem var sögð í forsvari fyrir Von Colucci. Þá endaði hann á frekar ósannfærandi vefsíðu þar sem vísað var á símanúmer. Enginn svaraði þegar hringt var en fékk blaðamaðurinn reið skilaboð í kjölfar þar sem hann var spurðu hvað í helvítinu hann vildi. Sem líklega engin umboðsstofa myndi gera. Eins sé nánast ekkert að finna um leikarann á netinu. Á hann sé minnst á nokkrum stöðum en alltaf með óræðum hætti og allar myndir frekar óskýrar. Þegar hann hafi sett eina myndina í forrit sem greinir hvort myndir séu raunverulegar eða komi frá gervigreind hafi svarið verið kannski. Hafi Rashid fundið Instagramið sem átti að tilheyra leikaranum og þar sjáist að notandi þess hafi verið virkur eftir að leikarinn átti að hafa látist og hafi verið að eiga við textalýsingar með myndum. Spítalinn sem hann átti að hafa látist á sé heldur ekki til. Eftir að blaðamaðurinn fór að grafast fyrir um málið hafi Instagram reikningur sem átti að tilheyra leikaranum sem og reikningur meintrar umboðsstofu verið lokað fyrir almenning. Stærsta vísbending hafi svo verið þegar DailyMail tók frétt sína niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram