Það er ekki alltaf dans á rósum að vera á stefnumótamarkaðinum. En stundum kemur fyrir að þú ferð á frábært stefnumót, allt virðist leika í lyndi en manneskjan skyndilega hættir að svara þér í síma, svarar ekki skilaboðum og lætur eins og þú sért ekki til. Athæfið hefur erlendis verið kallað „ghosting“ og þau sem hafa lent í því segja það hræðilega reynslu.
En nú er komið nýtt stefnumótatrend sem er sagt vera verra en draugagangurinn. „Uppvakningurinn“, eða „being zombied“ eins og þetta er kallað á TikTok, er svipað athæfi, nema í stað þess að manneskjan láti sig hverfa fyrir fullt og allt, þá mætir hún skyndilega aftur í líf þitt.
Söngkonan Mariel Darling greindi frá þessu í myndbandi sem hefur vakið mikla athygli á TikTok.
„Þetta er eins og að vera „ghostuð“ en hann rís upp frá dauðum eftir nokkra mánuði og heyrir í þér,“ segir hún.
Það er óhætt að segja að margar konur tengdu við þetta nýja trend og deildu sínum sögum í athugasemdakerfinu.
@mariel_darling who else has been ✨zombied✨ #dating #relationship #situationship #talkingphase #ghosting #ghosted #toxic #commitment #love #relatable #boys #commitmentissues #girls #bf #single #relationshipadvice ♬ Love You So – The King Khan & BBQ Show
„Minn er eins og Jesús, rís upp á þriggja daga fresti,“ segir ein.