fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Erfiðara á Tinder fyrir karlmenn sem eiga ketti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. apríl 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn með ketti eru ekki vinsælir á stefnumótaforritum og eru minni líkur að gagnkynhneigðar konur „svæpi“ til hægri á Tinder ef karlmaður heldur á ketti.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum háskólans í Colarado.

Vilja frekar karlmenn með hunda frekar en ketti

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru karlmenn sem halda á köttum líklegri til að vera hafnað af gagnkynhneigðum konum því þær upplifa þá sem „kvenlegri“ og „taugaveiklaðri“.

Önnur rannsókn rennir frekari stoðum undir þessa kenningu. Háskólinn í Nevada framkvæmdi rannsókn árið 2015 og sagði yfirgnæfandi meirihluti kvenkyns þátttakenda að þær myndu frekar vilja byrja með karlmanni sem ætti hund frekar en kött.

Cosmopolitan greindi frá þessum niðurstöðum og ræddi við nokkra karlmenn sem eiga ketti.

Nathan Kehn, 33 ára, á fjórar kisur og sagði að þær hefðu verið orsakavaldur síðustu sambandsslita. Hann og fyrrverandi kærasta hans voru að íhuga að flytja inn saman og hún bað hann um að losa sig þá við kettina, hann neitaði og er núna einhleypur.

Aðrir karlmenn sem miðillinn ræddi við höfðu svipaðar sögur að segja, að það sé litið á kattahald þeirra sem galla frekar en kost í samböndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram