Rapparinn Desiigner hefur nú komist í kast við lögin eftir flugferð, en bandaríska alríkislögreglan heldur því fram að rapparinn hafi runkað sér í háloftunum og það fyrir framan flugþjóna. Hafi rapparinn litið á það sem sjálfsagðan hlut.
Samkvæmt gögnum sem miðillinn TMZ hefur aflað í málinu mun rapparinn verða ákærður fyrir blygðunarsemisbrot fyrir að hafa berað sig í fluginu. Gögnin varpa líka skýrari mynd á málavöxtu.
Mun leikarinn hafa berað sig á fyrsta farrými í flugi með félaginu Delta og var að fitla við sig á meðan hann sat í sæti sínu.
Flugþjónar báðu hann ítrekað um að láta af athæfinu og að lokum var rapparanum fylgt aftast í vélina þar sem tveir vinir hans voru fengnir til að hafa eftirlit með honum. Segir í skýrslu lögreglu að dós af vaselín hafi fallið á milli sæta þegar rapparinn stóð upp.
Eftir að flugvélin lenti í Minneapolis hafi yfirvöld rætt við Desiigner og hann þá útskýrt að hann hafi ekki fengið á broddinn í Japan og hafi því verið „grjótharður“ þegar hann kom um borð í vélina. Hann hafi svo orðið æstur þegar hann sá flugfreyju og þá „sýnt henni „töfrasprotann“ í von um að hún vildi hjálpa honum með harðræðið.
Desiigner sagði lögreglu að hann hafi ekki verið undir áhrifum í vélinni. Hann hafi fengið ávísað lyfjum í Tælandi en ekki tekið þau. Hann hafi ekki litið út fyrir að vera ekki með réttu ráði þegar lögregla ræddi við hann.
Þessi lýsing er ekki í samræmi við yfirlýsingu sem rapparinn sendi frá sér vegna málsins en þar vísaði hann til þess að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann sagðist undanfarið hafa glímt við erfiðleika sem erfitt hafi reynst að horfast í augu við.
„Á meðan ég var erlendis á tónleikum sem ég spilaði á þurfti að leggja mig inn á sjúkrahús. Ég var ekki að hugsa skýrt. Þau gáfu mér lyf og ég þyrfti svo að stökkva í flug til að komast heim. Ég skammast mín fyrir framkomu mína í flugvélinni. Ég lenti svo aftur í Bandaríkjunum og er að skrá mig inn á stofnun þar sem ég mun fá aðstoð. Ég mun aflýsa öllum tónleikum og öllum skyldum mínum ótímabundið. Andleg heilsa er raunveruleg, vinsamlegast hafið mig í bænum ykkar. Ef ykkur líður ekki eins og þið eigið að ykkur, vinsamlegast leitið ykkur aðstoðar.“