fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Svala og Inga Hrönn búa yfir dýrmætri en ólíkri reynslu – „Hræðilegt þegar við missum fólk vegna þess að lögin vinna gegn okkar veikasta hópi“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 23. apríl 2023 20:30

Svala og Inga Hrönn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Jóhannesdóttir sem kennd er við skaðaminnkun er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman ásamt Ingu Hrönn. Við fáum þrjá vinkla á alls kyns skemmtileg viðfangsefni í þættinum.

Sextán ár í fólki með vanda

Svala Jóhannesdóttir hefur 16 ára reynslu því að starfa með fólki sem glímir við vímuefnavanda og fjölþættan vanda. Hún hefur starfað fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Rauða krossinn, þar hefur hún m.a. stýrt skaðaminnkandi úrræðum á borð við Frú Ragnheiðar verkefninu á höfuðborgarsvæðinu, Konukoti og tímabundið neyðarskýli í Covid fyrir heimilislausar konur sem voru að koma úr ofbeldisfullum aðstæðum.

Svala hefur einnig þróað og innleitt skaðaminnkandi inngrip í fjölda úrræða. Svala er tengiliður (e. Focal Point) Íslands, fyrir hönd hönd Matthildarsamtakanna, hjá Correlation European Harm Reduction Network. Einnig er hún ein af stofnendum Matthildar samtakanna.

Þekkir heimilisleysi og fíkniefnavanda

Inga Hrönn hefur dýrmæta reynslu sem fyrrum þjónustuþegi í Konukoti, Frú Ragnheiði og þekkir vel baráttuna sem fylgir því að vera heimilislaus með þungan vímuefnavanda.

Inga segir frá því þegar hún hitti Svölu í fyrsta skipti: „Ég var svo hissa, þetta var í fyrsta skipti sem einhver kom fram við mig eins og manneskju í svo langan tíma. Fólk mætir svo miklum fordómum allstaðar, maður má ekki fara inn í búðir, það vill enginn vera nálægt manni, fjölskyldan og allir nánustu oft búnir að loka á mann fyrir löngu. Ég mætti og var ógeðslega stressuð en hitti þig, Svala, og þú varst yndisleg.“

Akkúrat þetta er stór hluti af skaðaminnkun, koma vel fram við alla, leyfa öllum að halda mannlegri reisn, sama hvað.
Konukot var fyrsti staðurinn sem bauð upp á öruggt neyslurými, óformlegt þó.

Skortur á neyslurými

Svala er stoltust af því að hafa komið því í gegn en það gerðist í ákveðnum skrefum eftir að hún var búin að skoða mörg slík rými erlendis.
Eins og staðan er í dag vantar eiginlegt neyslurými á Íslandi. Ylja var færanlegt neyslurými og tilraunaverkefni til eins árs.
Svala segir: „Ég skil vel það sem Rauði krossinn setti út á með færanlega neyslurýmið. Það var ekki aðstaða fyrir starfsfólk, veðurfar á Íslandi vinnur ekki með notendum því það er erfitt að nota inni í bíl sem hristist. Það vantar húsnæði en spurningin er hver á að útvega það.“

Í gegnum tíðina hefur fólk lítið á skaðaminnkun sem andstæðing meðferðamódela en í raun er það viðbót við það módel og snýst um að mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni.

Umræðan í samfélaginu hefur verið um lækna sem skrifa upp á lyf fyrir fólk sem veikt er af fíkn og útskýrir Svala svokallaða lágþröskulda viðhaldsmeðferð og háþröskulda fyrir þá sem það kjósa.

Erum langt á eftir

„Við erum langt á eftir löndunum í kringum okkur þegar kemur að þessum málum og þrátt fyrir að allir virðist sammála um mikilvægi þessa mála gerast hlutirnir of hægt. Skýrt dæmi er Naloxone nefúðinn. Við viljum fá hann í lausasölu svo allir geti nálgast lyfið. Lyfið er ekki hættulegt og það eru bara þeir sem sækja Frú Ragnheiði sem fá lyfið. Þetta er lyf sem bjargar mannslífum.“

Talið beinist einnig að fíkniefnalöggjöfinni en á þessu ári hafa nokkrir einstaklingar látið lífið vegna þess að fólk veigrar sig við því að hringja eftir aðstoð vegna hræðslu við lögin.

Það er vægast sagt hræðilegt þegar við missum fólk vegna þess að lögin vinna gegn okkar veikasta hópi.

Það má hlusta á við spjalið við þær Svölu og  Ingu í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram