fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Halldór Ragnarsson opnar nýja sýningu

Fókus
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:35

Mynd úr sýningunni eftir Halldór Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Ragnarsson myndlistarmaður opnar sýninguna Sófamálverkin næsta föstudag í Vest í Ármúla og verður opin til 30. apríl næstkomandi.

„Sófamálverk“  er hugtak sem hefur oft verið kastað á milli listamanna í gegnum árin. Hugtakið er í raun neikvætt fyrirbrigði og í orðinu felst að málverk séu jafnvel „sellout-leg” og gerð til þess að passa sérstaklega við liti og anda einhvers ákveðins rými, sófa eða heimilis.

Á sýningunni Sófamálverkin rýnir myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson á sinn kaldhæðnislega hátt í hugtakið og þá sérstaklega á mótsögnina sem felst í hugtakinu. Og hvar er betra að skoða það hugtak í sambandi við verk sín en einmitt í fínni húsgagnaverslun sem selur enn fínni sófa?

Halldór Ragnarsson (f. 1981) lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki áður við Háskóla Íslands. Halldór á 13 einkasýningar að baki ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga; bæði hér og erlendis.

Opnun föstudaginn 31.mars klukkan 17:30 – 19:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi