fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Fyrrverandi fjármálastjóri Heimkaupa selur Sigvaldaperlu í Álfheimum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdimar Karl Sigurðsson viðskiptafræðingur selur fallega eign í Álfheimum í Reykjavík.

Valdimar var fjármálastjóri hjá Wedo ehf., sem rekur vefverslunina Heimkaup ásamt Hópkaup og Bland.is, í nokkur ár. Í ágúst í fyrra sneri hann aftur til endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG, þar sem hann starfaði áður en hann gekk til liðs við Wedo ehf.

Um er að ræða góða hæð ásamt bílskúr sem er innréttaður sem stúdíóíbúð. Einstaklega vel staðsett eign á eftirsóttum stað í Reykjavík þar sem öll helsta þjónusta er í göngufæri.

Aðalhæð var endurhönnuð af Katrínu Ísfeld í kringum 2016 og húsið var hannað af arkitektinum Sigvalda Thordarsen.

Eignin er 162,9 fermetrar að stærð, þar af er bílskúr 31,3 fermetrar, og ásett verð er 107,9 milljónir.

Hægt er að skoða fleiri myndir og lesa nánar um eignina á fasteignavef DV.

Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is
Myndir/Fasteignaljósmyndun.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt