fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Skiptineminn sem skrifaði greinina sem „hefði aldrei átt að vera birt“ stígur fram – Þetta hafði hún að segja um storminn á samfélagsmiðlum

Fókus
Föstudaginn 17. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólaneminn Stacia Datskovska setti allt á hliðina þegar hún ritaði grein þar sem hún lýsti neikvæðri reynslu sinni af því að vera skiptinemi á Ítalíu.

Þóttu mörgum hún vera forréttindablind og að greinilegt væri að hún teldi að heimurinn snerist um hana.

Eins var miðillinn Insider, sem birti greinina, harðlega gagnrýndur.

Sjá einnig: Skrifaði grein um reynslu sína af skiptinámi og setti allt á hliðina – „Þetta hefði aldrei átt að vera birt“

Hlær yfir athugasemdunum

Stacia hefur nú stigið fram í nýrri grein sem hún birti hjá The Independent þar sem hún rekur atburði síðustu daga frá því að greinin birtist fyrst.

Þar segir hún að flestir sem noti Twitter eða séu duglegir að skoða vefmiðla viti líklega hver hún er. Hún segir að hún hafi fengið ótrúlega mikið af skilaboðum á flestum þeim samfélagsmiðlum sem hún notar.

„Ég virkilega virði það erfiði sem ókunnugir hafa lagt á sig til að tryggja að ég viti nákvæmlega hvað þeim finnst um mig. “

Fólk hafi gert ýmsar ályktanir um hana sem flestar séu fjarri raunveruleikanum. Til dæmis sé hún dugleg að ferðast, þvert á það sem margir héldu fram, og hefði jafnvel starfað á Ítalíu sumarið fyrir skiptinámið. Eins hafi hún verið hvött til að segja sig úr námi sínu í blaðamennsku og alþjóðasamskiptum.

„Síðustu daga hef ég stöðugt hlegið yfir athugasemdum þar sem fólk krefst þess að ég skipti um fög í skóla því ég sé greinilega ekki með getuna í þau, sumir blygðunarlaust lýstu því yfir að enginn myndi vilja mig fyrir eiginkonu og ég var kölluð frumlegum uppnefnum eins og „blaut teppi“, „dekurdrós, „hæðilega manneskja“ og „ljótur Ameríkani.“.“

Frásagnir sem þarf að skrifa

Í raun hafi hún fundið fyrir meiri valdeflingu eftir því sem hatrið á samfélagsmiðlum varð meira.

„Ögrandi frásagnir með getuna til að framkalla virkar umræður eru meðal þeirra sem algjörlega þurfa að vera skrifaðar. Ólíkt því sem margir á „blaðamanna Twitter“ héldu fram þá var þetta ekki smellibeitu ákall á athygli, ekki ChatGPT meistaraverk og ekki heldur – uppáhaldið mitt – leigupenni sem borgin Flórens fékk til að fæla í burta bandaríska nemendur. Ég trúði á gildi frásagnar minnar jafnvel áður en ég hafði skrifað hana og ég trúi enn á það núna.“

Hins vegar veki það áhyggjur hversu fljótt Internetið var tilbúið að ráðast á unga manneskju fyrir að hafa skoðun sem fáir deila.

„Ég er heppin að vera með gott sjálfstraust, gott siðferðisgildi og gott bakland af fjölskyldu vinum, kunningja úr bransanum og jafnvel almennilega ókunnuga sem höfðu samband til að segja að þeir tengdu mikið við greinina mína. En hvað með næsta blaðamann sem fær yfir sig ölduna af hatri eftir að þeir birta eitthvað og hefur ekki sama baklandið?“

Stacia segir að endurhugsa þurfi valdið sem leikmenn á samfélagsmiðlum hafi. Frásögn hennar muni gleymast fljótlega en sá vani að hafa unga blaðamenn, sérstaklega konur, að háði og spotti verði áfram við lýði.

„Það tekur bara aðeins fáeinar fingrahreyfingar að krossfesta höfund fyrir verk þeirra. Það gæti tekið mun lengri tíma að bæta úr skaðanum sem það veldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sönn saga „The Conjuring“ – enn óhugnanlegri en kvikmyndin

Sönn saga „The Conjuring“ – enn óhugnanlegri en kvikmyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN

Allt sem þú þarft að vita um Ungfrú Ísland TEEN
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 5 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu