fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Segir að Chris Rock sé með Jada Pinkett Smith á heilanum – „Það hefur verið í gangi í næstum þrjátíu ár“

Fókus
Þriðjudaginn 7. mars 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmaður miðilsins People segir að ekkert sé hæft í því að Jada Pinkett Smith hafi átt upptekin að deilum við grínistann Chris Rock. Þetta kemur í kjölfar þess að Chris Rock sagði í nýjasta uppistandsþætti sínum (e. special) að Jada hafi kallað það yfir sig að hann gerði grín að henni á Óskarsverðlaunahátíðinni á síðasta ári.

Sjá einnig:Chris Rock lét loksins allt flakka eftir löðrunginn fræga og hjólaði í Jada Pinkett Smith

Eins og flestir muna varð brandarinn, þar sem Chris Rock gerði grín að Jada fyrir að vera sköllótt, til þess að eiginmaður JadaWill Smith, kom upp á svið og löðrungaði hann.

Chris sagði í uppistandi sínu um helgina að Jada hafi sagt honum að hann ætti ekki að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 2016 þar sem eiginmaður hennar hefði ekki fengið tilnefningu. Þar með hafi Jada í raun kallað yfir sig brandarann fræga.

„Ég gerði nokkra brandara um hana. Hverjum er ekki sama? Svona virkar þetta: Hún á upptekin og ég lýk þessu,“ sagði Rock. „Það er nákvæmlega það sem gerðist. Enginn er að leggja þessa tík í einelti. Hún átti upptekin. Enginn var að stríða henni.“ 

Heimildarmaður People sem er sagður náinn Jada sagði að ekkert væri hæft í því að leikkonan hafi reynt að fá Chris til að hætta við að vera kynnir á Óskarnum forðum. Í reynd sé það Chris Rock sem hafi hreinlega verið með Jada á heilanum.

Chris er með hana á heilanum og það hefur verið í gangi í næstum þrjátíu ár. Sjáið bara hvar hann ákvað að taka uppistandið sitt upp, í heimabæ hennar, Baltimore. Hann er með þráhyggju.“ 

Líklega hafi Chris bara ákveðið að túlka það með sínum eigin hætti þegar Jada hvatt til sniðgöngu á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2016 því það væri svo lítið um tilnefningar á svörtu fólki, en Jada stofnaði til hreyfingar undir myllumerkinu #OscarsSoWhite.

„Hún bað Chris aldrei um að vera ekki kynnir á hátíðinni. Hún sagði opinberlega á Facebook á sínum tíma að Chris yrði frábær kynnir og hann væri fullkominn í verkefnið“

Heimildarmaðurinn lýsti líka furðu sinni á því hversu oft Chris kallaði Jada tík í uppistandinu sínu.

Engu að síður sé Jada ekkert að kippa sér upp við þessi skot úr uppistandinu. Hún horfi fram á við og sé að einbeita sér að bók sem hún er að gefa út síðar á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi