fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Greta Salóme og Elvar búin að ákveða stóra daginn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. mars 2023 22:30

Greta Salóme og Elvar Þór Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Greta Salóme, tónlistarkona, og Elvar Þór Karlsson, verkefnastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, eru búin að ákveða giftingardaginn, 29. apríl næstkomandi.

Elvar Þór bað sinnar heittelskuðu 6. janúar 2018, þegar parið var statt í Taílandi í bootcamp/fitness-æfingabúðum.

Besti dagur ever! – Greta Salóme trúlofuð

Parið hefur verið önnum kafið síðan. Þau byggðu sér hús í Mosfellsbæ árið 2021 og eignuðust soninn, Bjart Elí, 24. Nóvember í fyrra. Sonurinn kom í heiminn fimm vikum fyrir settan dag og sagði Greta Salóme í viðtali við Fréttablaðið að hún hefði fengið nýtt hlutverk fyrir jólin, besta hlutverk sem hún getur hugsað sér. Stærsta jólagjöfin er sonurinn, nýfædda jólabarnið.

Greta Salóme ætlaði að taka því rólega á aðventunni og undirbúa komu jólabarnsins þegar sonurinn mætti í heiminn nánast fyrirvaralaust. „Þessi tilfinning, að fá son okkar í fangið, er ólýsanleg. Ef ég á að draga það saman þá er það eins og lífinu sé snúið á hvolf á einni sekúndu og lífið fái nýjan tilgang. Maður skilur ekki neitt en um leið skilur maður allt einhvern veginn.“

Og nú er brúðkaupsdagurinn framundan í lok apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“

Þórdís Elva hefur glímt við eltihrelli í rúm þrjú ár – „Raunveruleikinn er sá að menn eins og David eru skíthræddir við mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“

Gekk brösuglega í fyrstu að ganga í augun á unnustunni: „Ég veit ekki hvort þetta var besta stefnumótið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið

Vandræðalegt augnablik stjörnuparsins vekur athygli – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna

Nýjar myndir af Hilary Duff vekja athygli – Sögð komin með sömu kinnbein og Madonna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi