fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Chris Rock lét loksins allt flakka eftir löðrunginn fræga og hjólaði í Jada Pinkett Smith

Fókus
Mánudaginn 6. mars 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um ári síðan var rekinn löðrungur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem heyrðist um heiminn allan, enda í beinni útsendingu. Þar rak leikarinn Will Smith grínistanum Chris Rock rækilegan löðrung eftir að sá síðarnefndi fór með brandara á sviði þar sem eiginkona Will Smith var skotmarkið.

Brandarinn fjallaði um Jada Pinkett Smith og um hárleysi hennar, en hún glímir við blettaskalla. Will Smith, sem hefur síðar útskýrt að hann hafi verið sérlega illa fyrir kallaður þetta kvöld, rauk þá upp á svið og löðrungaði grínistann og lét eftirfarandi orð falla: „Haltu nafni konu minnar frá fjandans kjafti þínum.“

Chris Rock hefur ekki mikið tjáð sig um atvikið, helst bara í stuttum bröndurum þegar hann hefur komið fram. Allt þar til nú.

Á laugardaginn var sýndur sérstakur grínþáttur (e. special) með Chris Rock í beinni útsendingu á Netflix. Þar lét hann allt flakka.

Þar kom hann mörgum á óvart þegar hann skaut föstum skotum á Jada, en hingað til hefur fólk almennt haldið að illindi séu milli hans og Will.

Chris Rock sagði að Jada hafi reynt að koma í veg fyrir að hann væri kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2016. Hvers vegna, gætu margir spurt sig. Nú því Will Smith fékk ekki tilnefningu sem besti leikarinn.

„Fyrir nokkrum árum síðan sagði eiginkona hans [Jada] að ég ætti að hætta á Óskarnum. Ég ætti ekki að vera kynnir því maðurinn hennar fékk ekki tilnefningu fyrir kvikmyndina Heilahristing [e. Concussion]. Og svo gefur hann mér heilahristing.“

Það hafi því í raun verið Jada sem kallaði brandarann, sem leiddi til löðrungsins, fram.

Chris sagði líka að fólk segi almennt að orð geti meitt, en þeir aðilar hafi líklega aldrei upplifað það að vera löðrungaðir.

Chris sagðist líka vera þeirrar trúar að Will Smith glími við vel valin skapofsaköst og hafi löðrungurinn líklega haft meira með sambandserfiðleika Will og Jada að gera heldur en brandara hans.

„Hún særði hann mun meira en hann særði mig.“

Rock útskýrði að hann hafi ekki brugðist illa við löðrungnum á sínum tíma því hann hafi verið alinn upp við eina reglu: „Ekki stofna til áfloga fyrir framan hvítt fólk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík