fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segja að þess vegna hafi Aubrey Plaza virkað svona pirruð á SAG verðlaunahátíðinni

Fókus
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Aubrey Plaza olli heilabrotum eftir að myndband fór í dreifingu af henni þar sem hún virkaði frekar pirruð á sviðinu á SAG-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn.

Hún var á sviði með meðleikurum sínum úr þáttunum White Lotus til að taka á móti verðlaunum fyrir bestu samsetningu á leikarateymi í dramaþáttum.

Það var mótleikari hennar F Murray Abraham sem fór með þakkarræðuna fyrir hönd hópsins og nýtti hann tækifærið til að biðja fyrir þolendum jarðskjálftanna í Sýrlandi og Tyrklandi og ósk um frið milli Úkraínu og Rússlands.

Á meðan aðrir á sviðinu klöppuðu og hvöttu Abraham áfram sást Plaza á sviðinu líta í kringum sig og tauta eitthvað, sjáanlega örg.

Fóru margir að velta fyrir sér hvað gæti hafa farið svona í taugarnar á henni.

Nú hefur þó skýringin komið í ljós. Daily Mail greinir frá því, eftir heimildarmanni, að ástæðurnar hafi verið nokkrar. Hún hafi næstum fengið olnboga í andlitið uppi á sviðinu og svo hafi meðleikari hennar, Jon Gries, varað hana við því að brjóst hennar væri detta úr kjólnum hennar.

Heimildarmaðurinn sagði að Aubrey sé mjög kaldhæðin og viðbrögð hennar hafi ekkert haft með leikarateymið eða þættina að gera. Hún sé mjög stolt af þáttunum og þeirri viðurkenningu sem þeir hafa hlotið.

Jon Gries hefur líka tjáð sig um atvikið. Hann sagði í samtali við Page Six að Plaza hafi verið frekar aftarlega á sviðinu og hann hafi hvatt hana til að færa sig framar en lagt til að hún myndi laga kjólinn sinn fyrst þar sem annað brjóstið væri farið að gægjast undan honum.

Henni hafi þó ekki þótt það neitt vandamál. Ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún væri ósátt við að hafa ekki fengið orðið uppi á sviðinu enda hafi allir verið sammála um að F. Murrey Abraham fengið þetta tækifæri. Hann væri goðsögn í bransanum.

Stílisti Plaza hefur einnig tjáð sig um kjólinn sem hún var og bent á að það hafi verið með vilja gert að það sást í brjóstin undan kjólnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“